Hlín - 01.01.1946, Blaðsíða 15
Hlín
13
arsýslur. — Tunguheiði
var fjölfarin áður en bíl-
farir 'hófust, — torsótt
leið á vetrum og all-
hættuleg. — Reykjaheið-
arvegur liggur einnig
um á Fjöllum, — önnur
austurálma hans, sú
þeirra, sem hefur verið
gerð að bílvegi.
Við hliðarvegi þessa
var heimili Önnu, gisti-
og griðastaður veglún-
um mönnum, öll hin
mörgu búskaparár lienn-
ar — og hún líknardís. —
Þar var ekki seldur
greiði, heldur gefinn
hverjum, sem þurfti og hafa vildi. — Hún var ekki greiða-
sölukona, heldur gestgjafi. — Hún og maður hennar — og
börn þeirra, þegar þau komu upp, — virtust líta á þetta
sem þegnskyldu sína. — Framan af árum var efnahagur-
inn þröngur, en gjörfileg, virðuleg, glöð og reif gekk hún
samt um beina og veitti vel hin mikla þegnskaparkona. —
Hún gætti þess stranglega, að menn legðu ekki frá bæ
hennar á heiði, þegar viðsjárverð voru veður. Og sagt var,
að hún Ijeti loga ljós í glugga, til þess að beina mönnum
til bæjarins, þegar dimmviðri voru og hætta á, að ekki
yrði ratað.
í „Söguþáttum landpóstanna" getur hraknings Frið-
riks Jónssonar, pósts, á Tunguheiði og manna, sem með
honum voru. Kól einn þeirra — unglingspilt — á fótum,
og gat hann af þeim ástæðum ekki sofið, þegar þeir höfðu
náð Fjöllum og voru sestir að. Segirþarábls. 152,orðrjett:
„Kom þá húsfreyja, Anna Sigurðardóttir, sem Friðrik tel-
ur eina þá göfugustu konu, er hann hafi kynst á æfi sinni,
L.