Hlín - 01.01.1946, Side 16
14
Hlín
nuddaði fætur piltsins úr smyrslum, er hún hafði sjálf
sett saman, og sat yfir honum til morguns."
Þannig var þessi kona: Þrekmikil og ósjerhlífin, rík af
mannkostum, úrræðum og kunnáttu, til þess að vinna
jregnskaparverk og láta gott af sjer leiða. — Hún vakti
marga nótt með degi, vegna gesta sinna, barna sinna og
búsýslu.
Anna var talin afburðavel verki farin, tóiðnaðarkona
mikil, — í einu orði sagt: búkona, þrátt fyrir örlætið.
Greind var hún og greinagóð í framsetningu, svo eftirtekt
vakti. Hagorð nnin hún hafa verið. — Um liana var jrað
sagt, að svo væri hún vinsæl, að enginn, hversu illmáll sem
væri, hallmælti henni. — Þegar jeg sá liana í fyrsta sinn,
var hún orðin öldruð kona. En mjer, sem þó var hálfgerð-
ur krakki, duldist samt ekki gjörfileikinn í yfirbragði
hennar, styrkurinn og festan.
Margskonar mótlæti og sorgir halði hún reynt um dag-
ana og mikið erfiðað, en var samt bjartsýn og lífsglöð. —
F.kkert get jeg luigsað mjer öllu I jarstæðara, en að luin
hefði tekið undir með stúlkunni í bílnum, sem liossaðist
um leið og hann þaut í sumarblíðunni suður á Fjalla-
grundir: „Þetta er auma æfin!“
Anna dó árið 1939 hjá syni sínum Ólafi á Fjöllum.
Maður hennar var dáinn sautján árum áður.
# # #
Bíllinn fer hratt inn yfir Reykjaheiði. Bærinn hennar
Önnu er kominn í hvarf. Og Anna er horfin, nema í
minningum og sögnum.
Lýðveldið heftir verið endurreist.
Ungu stúlkurnar, arftakarnir, kveikja í nýjum hvít-
vindlingum.
En hversvegna tókst jrjóðinni að endurheimta fult
frelsi?
Af því að meðal hennar voru til konur eins og Anna á
Fjöllum.