Hlín - 01.01.1946, Qupperneq 18
16
Hlín
ir vorar í hávegum hafðar. (Magnús Hinriksson sýndi
rækt sína til ættjarðarinnar í verki með höfðinglegri fje-
gjöf til Háskóla íslands).
Hin menningarlegu áhrif í heimahúsum hafa án efa átt
sinn þátt í að ákveða hugarstefnu Jórunnar, liafa gefið
mentaþrá hennar byr undir vængi. Eitt er víst, að áhrifin
J^aðan urðu henni minnisstæð, Jdví svo segir í minningar-
grein um hana, sem birtist í stórblaðinu „Winnipeg Free
Press“, og kom út í „Heimskringlu" í íslenskri Jrýðingu
dr. Sigurðar J. Jóhannessonar: „Það fyrsta sem hún
mundi eftir var að faðir hennar las allajafna íslendinga-
sögur á vetrarkvöldum, þegar hann hafði lokið gegning-
um og fylt eldiviðarkassann, svo hægt væri að halda kuld-
anum úti, þegar harðfennið Joakti landið svo langt sem
augað eygði.“
Snemma hneigðist hugur Jórunnar til lærdóms. Eftir
að hún hafði lokið námi Iieima í fylkinu fór hún að
stunda nám í háskóla Manitobafylkis (Wesley College) í
Winnipeg. — Haustið 1916 hóf hún laganám í háskólan-
um, en vann jafnhliða að lögfræðilegum störfum á skrif-
stofu hins kunna íslenska lögfræðings, Hjálmars A. Berg-
man (nú dómara í áfrýjunarrjetti Manitobafylkis). Hún
lauk fullnaðarprófi í lögum með ágætiseinkunn árið
1919, en málafærslurjettindi lilaut hún ári síðar. — En
það er til marks um hæfileika hennar og ástundun við
námið, að hún var jafnan efst öll árin í lagaskólanum og
hlaut síðasta árið verðlaun lögfræðingafjelagsins í Mani-
tobafylki, sem árlega eru veitt Jreim lagastúdent, er hæst-
ar einkunnir hlýtur. — Jórunn var ein með þeim fyrstu
konum, er luku lagaprófi þar í fylkinu. Sýnir Jrað sjálf-
stæðisanda hennar og djarfan framsóknarhug. Þessi ís-
lenska frumherjadóttir Ijet sjer ekki fyrir brjósti brenna
að leggja út á lítt troðnar brautir um stöðuval. — En áður
en Jórunn Hinriksson lauk lagaprófi giftist hún eftirlif-
andi manni sínum, íslenska lögfræðingnum Walter J.
I.índal K.C. (frá Þóreyjarnúpi í Húnavatnssýslu), miklunt