Hlín - 01.01.1946, Page 20
18
Hlín
umfangsmikil og margþætt fjelagsstörf í samtökum
kvenna innan liberala stjórnmálaflokksins,tókhúneinnig
mikinn þátt í starfi fjelags háskólakvenna í Manitoba, átti
um skeið sæti í stjórn þess fjelagsskapar og var formaður
eins fræðsluhrings þess. Hún var einnið tvö kjörtímabil
forseti hins útbreidda og áhrifamikla kvenfjelagasam-
bands, Women Canadian Club. — Merkast og áhrifarík-
ast varð þó starf hennar í þágu atvinnu- og fræðslumála.
Hún var starfandi í þeim fjelagsskap í Winnipegborg, er
lagði sjerstaka stund á þjóðfjelagsfræði og átti um hríð
sæti í framkvæmdanefnd fulltrúaráðs framfærslu- og líkn-
arfjelaga borgarinnar. — Árið 1934 átti hún, ásamt annari
konu, frumkvæði að skrásetningu atvinnulausra kvenna
þar i borg í því skyni að útvega þeim atvinnu og bæta
kjör þeirra á annan hátt. — Ekki veittist henni þó tæki-
færi til að Ijúka því verki, því tveim árum síðar var hún
skipuð af sambandsstjórn Canada í ráðgefandi nefnd
kvenna, er var hluti af landsnefnd þeirri, er rannsaka
skyldi vandkvæðin, sem fylgdu liinu mikla atvinnuleysi á
þeim árum, og ráða fram úr þeim. Stuttu síðar var hún
kosin formaður umræddrar ráðgefandi nefndar. Þá er
starfi þeirrar nefndar var lokið, var hún af hálfu sam-
bandsstjórnarinnar skijmð í aðra aðstoðarnefnd, er vann
að atvinnubótum og fræðslu fyrir æskulýð þjóðarinnar.
Útheimtu nefndarstörf þessi mikinn tíma og ferðalög
víðsvegar um landið, en ólaunuð voru þau, nerna hvað
ferðakostnaður var greiddur af hinu ojrinbera.
Eitt af síðustu þjóðþrifaverkum frú Jórunnar, sem hún
framkvæmdi í náinni samvinnu við mann sinn, var að
leggja grundvöllinn að fræðslustarfsemi fyrir canadiska
hermenn, er veitti þeim gleggri skilning á þeim málum,
sem nú er barist um í heiminum, og auka þekkingu þeirra
á hlutdeild Canada í stríðinu. — Herdeild landsstjórnar-
innar tók þessar mikilvægu tillögur hennar til greina, og
er fræðslukerfi það, sem nú er við lýði í þeim efnum, bygt
á þeim.