Hlín - 01.01.1946, Blaðsíða 21
Hlín
19
Hinar mörgu opinberu néfndir, sem frú Jórunn skip-
aði og forganga hennar í fjölda rnála, sem horfðu til þjóð-
arheilla, bera þess órækan vott, hversu mikils trausts hún
naut og hve miklum forystuhæfileikum hún var gædd.
Hjá henni fór líka saman persónulegur glæsileiki og
gervileiki í ríkum mæli, enda eignaðist hún trygga vin-
áttu og aðdáun ýmsra fremstu manna hinnar canadisku
þjóðar, svo sem núverandi forsætisráðlierra W. L. Mac-
kenzie King.
Kom það glögt fram í minningargreinum, er birtust að
henni látinni, hve djúp og víðtæk ítök hún átti í huga og
hjarta samferðamannanna. — íslensku vikublöðin mint-
ust hinnar mikilhæfu landnemadóttur að vonum virðu-
lega og með einlægum söknuði. í „Lögbergi“ var meðal
annars farið þessum orðum úm hana: „Með frú Jórunni
Líndal er gengin grafarveg sú kona af íslenskum stofni, er
risið liefur hæst í canadisku þjóðlífi, og varpað fegurstum
bjarma á íslenska mannfjelagið vestan hafs. Hún var göf-
ug kvenhetja, sem holt væri að sem flestir arfþegar hins
íslenska kynstofns tækju sjer til fyrirmyndar." — Dagblöð-
in canadisku í Winnipeg fóru einnig viðurkenningarorð-
um um starf hennar og framkomu. í minningargrein í
„Free Press“, sem fyr er að vikið, eru þessi urnmæli: „Það
er í frásögur fært, að hún eignaðist f jölda vina og tengdist
þeim sterkum böndum. Þegar hún átti sæti í atvinnuleys-
isnefndinni, og eins þegar hún var fulltrúi sambands-
stjórnarinnar í nefnd þeirri, sem sá um kenslu ungu kyn-
slóðarinnar, bæði fyrir fylkið og sambandið, kölluðu
skyldurnar Iiana oft til Ottawa. Og í höfuðstað landsins
man fólkið vel eftir þessari fögru, tilkomumiklu konu frá
Vestur-Canáda, hversu vel hún bar sig og liversu prúð
hún var í allri framkomu, það man eftir konunni með
yndislegu bláu augun, bjarta hárið og þýðu, skæru rödd-
ina. — Til Ottawa kemur fjöldi manns í þeim tilgangi
einum að leita eigin hagsmuna — en hún var þar aðeins í
þjónustuskyni. Hugur hennar snjerist um jiað eitt, hverju
2*