Hlín - 01.01.1946, Page 26
24
Hlín
fari hennar kýs sonurinn sjer að sofa „svefninum langa“
(þ. e. líkamsleifarnar) við lilið hennar í Skarðskirkjugarði.
„Fataslitinn feginn verð jeg, móðir,
að fá að leggja tötra mína niður
hjá kistu þinni — kom svo Herrans friður,
kveð mjer ró um huldar æfislóðir!“
R. Ó.
Ingibjörg Sölvadóttir í Kaupangi.
Fædd 3. júlí 1878, dáin 18. júní 1942.
Ingibjörg var fædd í Svínadal í Norður-Þingeyjarsýslu.
Foreldrar hennar, ættaðir af Austurlandi, voru sæmdar-
og myndarhjón. Söivi var Magnússon, ættaður úr Borgar-
firði eystra. Hann var óvenjulega þrekmikill, áhugasamur
og harðsækinn bóndi, og undruðust allir, sem til hans
þektu, hve lítið hann svaf og hvíldist frá kappsömum
störfum sínum, en samhliða hörku hans og atfylgi var
hann Ijúfur og lilýr í hjarta. — Kona lians, og móðir Ingi-
bjargar, var Steinunn Einarsdóttir frá Brú á Jökuldal,
systir Stefáns í Möðrudal og þeirra systkina. Hún var
greind og mikilhæf kona. Þau hjón áttu fimm dætur, sem
upp komust og giftust, alt ágætar konur. — Þau Steinunn
og Sölvi bjuggu á ýmsum stöðum í Þingeyjarsýslu, en árið
1902 keyptu þau hjónin Kaupang í Eyjafirði og bjuggu
þar síðast.
Ingibjörg heitin var húsmóðir mín um þriggja ára bil,
og langar mig því til að minnast hennar með fáum orð-
um. — Jeg kenni hana við Kaupang, því að þangað kom
hún í blóma lífsins, þar giftist hún og þar var hún hús-
freyja í 23 ár og gerði garðinn frægan svo lengi mun í
minnum geymast.
Árið 1905 giftist hún eftirlifandi manni sínum, Berg-
steini Kolbeinssyni frá Mástungu í Árnessýslu, hinum
mesta áhugamanni og brautryðjanda í búnaðarháttum.