Hlín - 01.01.1946, Blaðsíða 28
26
Hlín
máli. — Allir, sem kyntust Ingibjörgu, vissu það að hún
var engin meðalmanneskja. Það sýndi sig daglega í verk-
um hennar og útlátum. Enginn, sem henni kyntist, mun
hafa þekt eins verkmikla konu, enda fór saman áhugi, út-
sjón og verklægni, og segja mátti að alt ljeki í hennar
höndum. — Jeg minnist þess um heyskapartímann í
Kaupangi, að Ingibjörg vann öll eldhusverk sjálf, mjólk-
aði og sá um nytina úr 5—6 kúm, þjónaði bónda sínum
og kom þó oft út til að vinna í lieyi um nónbil. — Bærinn
í Kaupangi var þá gamall torfbær, þó víðar með þiljum
innan en venjulegt var. Bæinn hirti Ingibjörg sjálf,ogalla
daga var liann sópaður, þveginn og hreinn, svo að hann
leit jafnan út eins og búinn undir stórhátíð. — Daglega
var Ingibjörg fátöluð og óafskiftin, og fanst mönnum það
jafnvel um of gagnvart fólki, sem hún hafði yfir að segja
og sjáanlega hafði tíma til að vinna eitthvað af því, sem
hún vann sjálf. En það var eins og hún vildi ekki eyða
tímanum í það að segja öðrum fyrir verkum, enda mun
luin hafa vitað það, að öll liúsverk voru best og fljótast af
hendi leyst af henni sjálfri. — Öll útlát hennar, bæði við
heimafólk og gesti, voru aldrei öðruvísi en stórmannleg,
hvernig sem á stóð og hver sem í hlut átli. — Ung lærði
Ingibjörg fatasaum, en það varð hennar hlutskifti að ann-
ast húsmóðurstörfin. Á heimili þeirra hjóna var jafnan
mjög gestkvæmt, hin mikla rausn heimilisins hafði sitt
aðdráttarafl. — Þau hjónin áttu ekki börn.
Mjer fanst þessi kona óvenjulega hafin yfir aukaatrið-
in, horfa framhjá þeim, en gefa sig á vald þess, sem æðra
var. — í starfinu var hún einlæg, stöðug og trú, og sem
húsmóðir og eiginkona var hún óbilandi. — „Vertu trúr
alt til dauðans og jeg mun gefa þjer lífsins kórónu."
„Sannlega skil jeg nú, að Guð fer ekki í manngreinar-
álit, heldur er honum þóknanlegur í hverri þjóð sá, er
hann óttast og stundar rjettlæti."
Jón H. Þorbergsson, Laxamýri.