Hlín - 01.01.1946, Page 30
28
Hlín
forgöngu þessa fjelagsskapar, heldur að einhverjir vekist
upp til að gerast þar talsmenn og forgöngumenn. Aðal-
atriðið er það, að hjer lendi ekki við orðin tóm, heldur
verði þessi starfsemi lífrænn þáttur í athafnalífi þjóðar-
innar.
Það væri næsta auðvelt að sýna fram á það mei? rökum,
hve undramiklu mætti koma í framkvæmd aðeins með
einu dagsverki árlega frá öllu fólki í landinu, 16—60 ára.
Miðað við mannfjölda á öllu landinu 2. des. 1940, með
vísitölu ársins 1944, hefði starfsemin gefið af sjer, yfir
land alt, reiknað í peningum, kr. 3.407,755,80, ef allir á
tilskildum aldri hefði verið með, og til jafnaðar á hvern
hrepp á landinu kr. 6,421,71. Vissulega væri þetta engir
smámunir. Þó rnundi hver einstaklingur standa jafnrjett-
ur eftir, en afrekin stórkostleg. Eftir eitt einasta ár nrundi
hjer sjá stórkostlega staði, hvað þá heldur eftir mörg ár
og áratugi.
Hugsum okkur, að hjer hefði allir, konur og karlar,
hafist handa fyrir svo sem 50—100 árum, þá er það víst, að
úr fjölmörgum þjóðarnauðsynjum hefði verið bætt, sem
enn er óbætt úr, og orðið þjóðinni til stórsæmdar og stór-
kostlegrar blessunar, og í rauninni mætti segja þegjandi
og hljóðalaust. Og ef við lítum fram í tímann, jafnlangan
tíma, þá er víst, að slík fórnarþjónusta við ættjörðina
mundi skila stórkostlegum afrekum til sæmdar og heilla
landi og lýð.
II.
Vitanlega eru það íramkvæmdirnar, hinar og þessar,
sem fyrir mjer vaka, því á okkar yndisfagra landi er má-
ske flest enn ógert, sem nauðsynlega gera þarf, en þó eru
framkvæmdirnar, sem kosta mikið fje og vinnu, ekki að-
alatriðið:Aðalatriðið er sjálft hið sjálfvalda þjóðarupp-
eldi. Með þessari starfsemi væri fólkið að ala sig upp
sjálft, gera sig að hæfari þegnum landsins, með ríkari
skilningi á því, hvers það væri megnugt öllum til heið-