Hlín - 01.01.1946, Side 33
Hlín
31
VII.
Jeg leyfi mjer nú að heita á alla góða menn og konur,
að veita tillögu minni um Islandsáætlun athygli, og koma
henni í framkvæmd, hver hjá sjer. — Þó byrjað verði í
smáum stíl, þannig, að fjelagsskapinn stofni aðeins fátt
fólk af fjöldanum öllum, er það betra en ekki, og minn-
ast má þá þess, að rnjór er löngum mikils vísir. — Það
mun brátt koma í Ijós, að þessi starfsemi muni verða til
blessunar mörgu fólki, það sem hún til nær, og því meiri
blessunar, sem hún yrði víðtækari, auk þess sem hún
mundi bera hinni íslensku þjóð lofsamlegt vitni út fyrir
landsteinana.
Að svo mæltu leyfi jeg mjer að þakka öllum, sem í orði
og verki ljá hugmynd rninni um íslandsáætlun sitt mik-
ilsverða fylgi og óska yður öllum gleði og gæfu.
Reynvöllum, 22. febrúar 1946.
Halldór Jónsson.
FALLEG FRAMKOMA.
Hvernig stendur á því, að sumir koma sjer allsstaðar
vel og allir vil ja hafa þá með sjer, en aðrir eru til leiðinda
og menn sneiða hjá þeim?
Það er ekki lítils vert að eiga þá eiginleika að koma sjer
vel við alla, og ástæða til að athuga hvað það er, sem
þessu veldur, og reyna að tileinka sjer þessa kosti, sem eru
svo mikilsverðir á lífsleiðinni, því lengi skapast manns-
höfuðið og hver er sinnar gæfu smiður.
Það er ekki æfinlega af því að þetta fólk sje gáfaðra,
mentaðra, fallegra, ríkara eða fyndnara, sem öllum þykir
vænt um það. — Nei, langt frá. — Lyndiseinkunnin er
bara svona, eða hlutaðeigandi hefur tamið sjer hana, að
finna hvað við á sjerhverjum stað og tíma, hann á þann
smekk („takt“ kalla frændþjóðir okkar það) að kunna að
L