Hlín - 01.01.1946, Blaðsíða 37
Hlín
35
upp í það tignarsæti, er henni að sjálfsögðu ber í þjóð-
fjelaginu. — Það hefur enga aðalþýðingu fyrir lífsham-
ingjuna, hversu rnikið er kerfisbundið og skipulagt út á
við. Þjóðfjelagsdygðirnar vaxa þegjandi, eins og grasið á
jörðinni, ef jarðvegur hjartans er ræktaður. — Konur hafa
ekki yfir neinu að kvarta; þær hafa eigi aðeins átt að-
gang að öllu því helsta, er lífið sjálft hefur þurft að láta
vinna, heldur og á sjerstakan hátt verið kallaðar. — Þeg-
ar kristin kirkja var stofnuð hjer á jörð, öðluðust konur
hin æðstu kvenrjettindi. — ,,Meðan enn var dimmt að
morgni hins fyrsta dags,“ var konan kölluð að vöggu
kristninnar, og henni var fyrst allra falið að bera sæði
kirkjunnar út til sáningar. — Og þetta er og verður ávalt
grundvöllum að brautargengi kvenlegs frelsis og metnað-
ar. — Nú á tímum hafa konur mikla ástæðu til þess að
vera þakklátar og fagnandi. Þær eru á framfarabraut, eiga
kost á margvíslegri mentun, og tækifærin til þess að koma
ýmsu góðu og nytsömu til leiðar, berast óðfluga upp í
hendur þeirra. — Mörg áhugamál kvenna nú eru svo
skemtileg og kalla fram vit og orku, að við hinar gömlu,
er áttum svo fárra kosta völ, getum næstum öfundast. —
Að einu leyti hafa konur samt legið á liði sínu. Þær hafa
ekki látið sig nógu miklu skifta siðgæðismálin, ekki veitt
]rar nógu góðan stuðning. Ekki tekið t. d. áfengisbölið
föstum tökum, ekki risið nógu rösklega á móti áfengis-
flóðinu, og þessvegna orðið að líða mörg lterfileg skip-
brot á lífshamingju sinni. — En senr betur fer eru konur
nú að vakna í þessu efni, og ætla nú og framvegis að láta
ntálið til sín taka. — Nú í vetur hafa konur hjer í Reykja-
vík gengið til samstarfs um að hefja sókn á móti hinu
mikla böli, sem drykkjuskapur landsmanna er að verða.
Fjölsóttir fundir hafa verið haldnir og vandamálið rætt
af áhuga og skilningi. Tillögur og áskoranir gerðar og
áform tekin. — Þar með er í fyrsta skifti hafin herför á
hendur ofdrykkjunni af hálfu kvenna. — Það er von allra,
er að málum þessum standa, að þetta verði upphaf að
3*