Hlín - 01.01.1946, Page 42
40
Hlín
kenna þeir með þakklæti. Nær daglega heyrum við merki-
legar játningar ýmsra, karla og kvenna, um þessi efni, ut-
anlands og innan.
íslensk heimili, íslenskar mæður og feður, hafa alt fram
að þessum tíma álitið það skyldu sína að kenna börnum
sínum að biðja til Guðs. — Og það er vitanlegt, að fjöl-
margir gera það enn, enda má það ekki vanta í uppeldi
nokkurs barns að biðja til Guðs og þakka honum. —
Heimilisáhrifin mega ómögulegt hverfa þar, ekki fara
sömu leið og hin almenna heimilisguðrækni, sem er horf-
in að heita má af heimilunum.
Barnaskólarnir eiga að vera og eru oft framhald þess-
arar lieimilisbænrækni, enda þarf svo að vera. — Börnin
trúa og treysta kennurum sínum takmarkalaust, svo að
segja, og eftir að barnið er farið að sækja skóla, losnar oft
um tengslin við heimilið að nokkru leyti. — Ef skólinn
heldur þar áfram sem heimilið byrjaði, þá er vel, þá er
þar komið á samband, og barnið hefur framvegis hugann
við kristileg efni.
En ef bæði heimilið og skólinn vanrækir að nota þetta
mikla uppeldismeðal. — Hvað þá? — Kristilegu áhrifin
eru að engu orðin í lífi barnsins. — Fermingarundirbún-
ingurinn er þá einn eftir. — En bæði er það, að margir
prestar hafa mjög stuttan undirbúningstíma til fermingar
og barnafjöldinn er oft svo mikill, að áhrifanna gætir lít-
ið á hvern einstakling. — Þegar fermingin er svo afstaðin,
er kristin fræðsla engin hjá mörgum, aldrei farið í kirkju,
og þeir skólar, sem unglingurinn ef til vill sækir, liefur
þar enga fræðslu. — Þetta er ekki efnilegt. — Hvar lendir
þetta, ef ekki er að gert? — Hætt við að það leiði til þess
að þjóðin afkristnist. — Enda bera nú margir það orð sjer
í munni um þessar mundir.
Sem betur fer virðist nú vaknaður áhugi fyrir að bæta
úr þessu böli. — Kristinfræðiskennarar eiga von á sjer-
stakri fræðslu í þessari grein. — Margir prestar hafa sjer-