Hlín - 01.01.1946, Page 44
42
Hlín
Guð gefi íslensku heimilunum, skólunum og kirkjunni
vit og vilja til að vinna mikið og gott starf: ..Því akrarnir
eru hvítir til uppskerunnar".
Halldóra Bjarnadóttir.
Heimilisiðnaður.
TÓVINNU- OG VEFNAÐARSKÓLINN
á Svalbarði við Eyjafjörð.
Sá stutti tími, sem skólinn starfaði s. 1. vetur, [frá því í
jan. þar til í apríl], færði mjer heim sanninn um það,
sem mjer hefur jafnan verið Ijóst, að ungar, íslenskar
stúlkur una sjer vel við ullarvinnu. — Enda væri það
næsta einkennilegt fyrirbrigði, ef þessi vinna, sem for-
mæður okkar hafa stundað með prýði í þúsund ár og unn-
að sem lífinu í brjósti sjer, væri okkur, afkomendum
þeirra, ekki svo í blóð borin, að hún hlyti einnig að hæfa
nútímakonum ,ef þær ættu hennar kost. — Meðferð hinn-
ar hárfínu ullar með öllum hinum hlýju litbrigðum, hlýt-
ur að vekja og glæða listasmekk hvers manns, og raun ber
vitni um, hve margt fagurt og nytsamlegt má úr blessaðri
ullinni gera.
Það sýndi fádæma óræktarsemi við hinn stórmerka
menningararf íslenskra kvenna, ef við virtum að vettugi
þúsund ára list þeirra í ullarmeðferð.
í daglegri önn sveitalífsins, eins og það birtist nú, er
ekki tími til að stunda listtóskap. — Ullin er send í verk-
smiðjur, oftast óofanaftekin, og þar unnin í plögg og
nærföt, sem heimilin eru enn að reyna að viðhalda. Fata-
efni flest keypt í verksmiðjunni í skiftum fyrir ull. — Hin
fínni ullarvinna týnist smásaman og hverfur með mið-
aldra fólkinu og því eldra, ef ekkert er aðgert.