Hlín - 01.01.1946, Page 47
Hlín
45
Jóhannsdóttur, ljósmóður. — Hina tvo næstu vetur þar á
undan hafði jeg kent við farskólann, við venjuleg skilyrði
þess skólafyrirkomulags, oft óhentugt húsnæði, marga
Skólasveinar á Snæfjallastrond.
kenslustaði o. s. frv. — Með föstum skóla voru sköpuð
skilyrði fyrir meiri festu í námi og betri árangri að ýmsu
öðru leyti.
Á þessum liðnu tíu árum tel jeg þó, að hvergi hafi
árangur orðið betri en í handavinnunáminu. — Þegar í
upphafi var jeg og skólanefndin svo lánsöm að fá húsmóð-
urina í Lyngholti, frú Salbjörgu, til að annast þá kenslu.
— í byrjun var bert að eigi kom til greina önnur handa-
vinna en sú, er ekki krafðist aukins húsrúms, áhalda eða
efnis umfrm það, sem til er á hverjum góðum sveitabæ. —
Byrjað var þó með lítilsháttar smíði, útsögun og bók-
band fyrir piltana, sem húsbóndinn í Lyngholti veitti til-
sögn í. — En bráðlega færðist handavinnan í Jiað form, að
verða nær eingöngu prjón og útsaumur. Hafa stúlkurnar
saumað út og prjónað, en piltarnir minna fengist við út-
sauminn, en prjónað því meira. Þó hafa sumir piltar
saumað út í sessur og dúka. — Mest hefur verið prjónað
af lopapeysum með mynstri, hafa flestir piltanna orðið