Hlín - 01.01.1946, Blaðsíða 52
50
Hlín
Vinstra megin voru þrjár uppbúnar stofur: svefnstofa,
borðstofa og setustofa. Öll húsgögnin í þeirn voru hand-
smíðuð, einnig lampar, skálar, kertastjakar og annað
skraut. — Dyratjöld, gluggatjöld, gólfábreiður, vegg-
myndir, dúkar og annað þessháttar var handofið eða út-
saumað.
í stofunum sátu konur við sauma og knipl. Konan sem
kniplaði var tyrknesk, en norræna útsauminn sýndu
blessaðar íslensku konurnar okkar. Þær voru í þjóðbún-
ingunum sínum, sem altaf vekja athygli og aðdáun lrvar
sem þeir sjást. — Innar sátu nokkrar konur við gólfteppa-
gerð, en næst þeim var sýnt leirkerasmíði. — Konur
bjuggu til smádýr, skálar, ker og krukkur úr Manitoba-
leir, og það var unun að sjá, hversu vel þeim fórst það úr
hendi.
Hægramegin í salnum var ullariðnaðurinn sýndur. Þar
sátu konur við að tæja, kemba, spinna og vefa. — Mikið
þótti fólkinu gaman að ullariðnaðinum. Jeg man eftir
stúlku, sem mætti okkur á leiðinni út, eitt kvöldið. Frú
Guðrún Finnbogadóttir Johnson hafði verið að sýna
spuna um daginn og var nýbúin að ganga frá öllu. —
Stúlkan bað svo innilega að lofa sjer að sjá ull spunna,
sagðist oft bafa sótt sýningar, en sjer liefði aldrei tekist að
sjá spunnið á rokk. Frú Guðrún tók alt upp aftur, þræddi
rokkinn og spann. — Andlit stúlknnar ljómaði af gleði og
hún margþakkaði frú Guðrúnu greiðasemina.
Þarna voru líka einir sjö eða átta vefstólar. — Það var
verið að vefa húsgagnafóður, gólfábreiður, handklæði,
gluggatjöld og svuntur. — íslensk kona óf í einum vef-
stólnum.
Hannyrðir voru miklar og margbreytilegar, en aðal-
verkefnið var safn af myndum, sem átti að tákna Canada.
— Hvert fylki fyrir sig átti að teikna og sauma mynd sem
lýsti því í aðalatriðum. — Öll sendu fylkin myndir nema
Ontario og New Brunswick. Þessum tveim fylkjum hafði
ekki tekist að ljúka við myndirnar, þegar sýningin hófst.