Hlín - 01.01.1946, Síða 53
Hlín
51
— Myndirnar voru allar líkar að stærð. Flestar um þrjátíu
þumlunga á breidd og fjörutíu á hæð, saumaðar með
krosssaum, en Manitobamyndin var með margvíslegum
útsaum. Efnið í hana var ofið í Winnipeg af tveirn fjelags-
konum. — Uppistaðan var baðmull, en ívafið hör. Teikn-
ingin var landabrjef af Manitoba, prýdd myndurn, sem
tákna náttúrnfríðindin: Dýra-, fugla- og fiskiveiðar, korn-
rækt, skóglendi og fleira. — Blómin eru í einu horninu. —
Mitt á meðal þeirra er skjaldmerkið. — Einnig má sjá
þinghúsið og Indíánatjöld, sem minna á sögulega við-
burði.
Hæfustu hannyrðakonar frá hinum ellefu þjóðarbrot-
um, sem stóðu að sýningunni, hjálpuðust að við sauminn
ásamt stjórninni. — Myndin er jrví sönn ímynd jress sam-
vinnuanda, sem með tímanum tengir öl 1 þjóðabrotin
sarnan, og skapar sterka og einhnga canadiska þjóð.
Myndir hinna fylkjanna voru með svipuðum hætti.
Allar báru skjaldarmerkin. Flestar voru með blóma-
bekkjum. Allar myndirnar táknuðu náttúrufríðindin, að-
alframleiðslu og atvinnuvegi, einnig sögulega atburði. —
Á Alberta myndinni voru Jrað aðallega gripahjarðirnar. Á
Saskatchewan myndinni kornið, og veiðidýr. — Fi'á aust-
ur- og vesturströndunum, fiskiveiðar, útgerð o. s. frv.
Þessar útsaumuðu fylkismyndir voru settar á trjetöflur,
sem voru smíðaðar fyrir sýninguna, og stóðu í röð á palli
inst í salnum. — Þær vöktu mikla eftirtekt, enda voru þær
snildarlega gerðar að öllu leyti, og þeim sem að þeim
Jiöfðu unnið, til hins mesta sóma.
Um tuttugu og fimm þúsunr manns sóttu sýninguna í
Winnipeg, og aðsóknin jókst daglega. — Allir voru ein-
huga um að ágætlega hefði tekist, og að þýðingarmikið
starf væri þarna int af hendi fyrir hina canadisku þjóð.
Það hefur oft verið talað um það að varðveita menning-
ararf þjóðabrotanna, sem hjer eru samankomin. — Mað-
ur gerir sjer ekki æfinlega grein fyrir við hvað er átt, Jjeg-
ar talað er um þetta, en þarna sást einn þáttur arfsins í
•1*