Hlín - 01.01.1946, Page 56
54
Hlín
20 ára aldurinn, af því að æskuárin eru svo erfið, og æsk-
an þarf svo góða, kærleiksríka og umhyggjusama móð-
ur á þessum erfiðu árum. Við getum ekki búist við, að
hún sje þroskuð og sjálfstæð fyr en þetta. — L>að má gera
ráð fyrir 20—30 ára vinnu og árvekni til að ala upp barna-
hóp á mismunandi aldri.
Við lifum nú á tímum eigingirninnar, og fjöldamargir
eru þeir, sem láta sjer skyldur sínar í ljettu rúmi liggja,
þessvegna er Jrað ekki óalgengt, að feður og mæður láta
börnin frá sjer til Jress sjálf að hafa óbundnar hendur og
fá því betur notið lífsins. — Dýrin, sem lifa í fjölkvæni,
sem kallað er, verja afkvæmi sín og láta lífið í þeim bar-
dögum, en mennirnir, sem standa ofar dýrunum, yfirgefa
börn sín.
Skáldkonan norska Sigrid Undset segir í bók sinni „Ida
Elisabet“: ,,Har et menneske först begynt at gjöre börn,
saa faar det hænge i med det arbeide til barna er gjort til
saapas vellykkede mennesker, som én evner at gjöre ud af
dem.“ — Það virtist eðlilegt, að allir hugsuðu Jrannig. —
Börnin hljóta að eiga lieimtingu á umhyggju foreldranna
J^angað til Jrau eru þroskaðar manneskjur — ekki einung-
is í tilliti til líkamsþarfa — en einnig, og ekki síður, vegna
hins andlega lífs. — Það er ómetanlegt fyrir æskuna, að
eiga athvarf frá fyrstu bernsku Jrar til hún fer að eiga með
sig sjálf.
Nri á tímum er álitið, að það sje umhverfið, sem skapar
manninn, en ekki meðfæddar gáfur, eins og margir hafa
haldið. Ef þetta er raunverulega rjett, er ábyrgð foreldr-
anna afarmikil og sjerstaklega fyrstu æfiár barnsins, eftir
þann tíma taka skólarnir og kennararnir einnig á sig
ábyrgðina á uppeldi barnanna. En aðalábyrgðina eiga og
verða foreldrarnir að bera, og Jrá auðvitað fyrst og fremst
mæðurnar.
Móðirin er miðstöð heimilisins. Hún á að vera f jelagi
manns síns og besti vinur, sá vinur, sem hann getur leitað
til í sorg og gleði, — sá vinurinn, sem gerir lífið bjart og