Hlín - 01.01.1946, Qupperneq 58
56
Hlín
eru snapagestir og sníkjudýr. Sníkjudýr finnast hjá plönt-
um, dýrum og mönnum af öllum stjettum. — Þessar
manneskjur verðskulda fyrirlitningu, eða þó ber okkur
líklega heldur að aumka þær og vorkenna þeim, því að
lila lífinu án vinnu hlýtur að vera gleðisnautt líf. Slíku
fólki er vorkunn, hvaða stjett, sem það skipar í þjóðfjelag-
inu. — Mitt á meðal okkar eru, því miður, nokkar konur,
sem eru börn götunnar. — Og það eru til konur, sem þrátt
fyrir það, að Jrær hafa gengið í heilagt hjónaband og sett
bú, eru ekki þess verðar að eiga heimili eða heita hús-
mæður.
Með orðinu húsmóðir er átt við þær konur, sem af sam-
viskusemi vinna heimili sínu. — Til eru, sem betur fer,
margar þvílíkar konur. — Það er óhætt að segja um hús-
mæðurnar að það sju vinnandi konur. — Það virðist því
ekki rjettur skilningur á málinu, ef setningin: Að sjá fyrir
sjer sjálfur, tileinkast eingöngu Jreim konum, sem vinna
utan heimilis. — Fyrir konunum, sem giftast sje sjeð af
öðrum.
Meðal þeirra kvenna, sem sjá fyrir sjer sjálfar, eru
nokkrar húsmæður. — Það er ný stjett. Þær sameina hús-
móðurstörfin launuðum embættum utan heimilis. — Það
hafa verið og eru til nokkrar konur, sem hafa verið neydd-
ar til þessa, til dæmis ekkjur og konur þeirra manna, sem
eru veikir, eða geta ekki af einhverjum ástæðum gert
skyldu sína. Þessar konur berjast fyrir lífinu vegna barna
sinna og vina. — Það hefur mörg kappræðan verið um
það háð, hvort konur hefðu rjett til Jress að hafa launuð
embætti utan heimilis, og er þá oft bent á það, hve ekkj-
ur geti vel sameinað starf utan heimilis og heimilið. — Já,
Jretta hefur við rök að styðjast. Fyrst og fremst eiga þessar
konur ekki maka, sem Jrarfnast nærveru þeirra. Þær eru
ekki lengur eiginkonur, við það hefur losnað vinnutími.
Og með tilliti til barnanna og uppeldis Jreirra, þá vita
þau, að móðirin verður — hún er neydd til þess — að berj-
ast fyrir þeim, að hún vinnur alt þeirra vegna. — Að liafa