Hlín - 01.01.1946, Side 60
58
Hlín
sínu, ef börnin eru ung eða veik. — Ef svo er, getur kon-
an ekki einbeitt huga sínum eins að starfinu og maður-
inn, þó mentun þeirra og kunnátta á verkinu sje sú sama.
Afköst hennar og þol við vinnuna hlýtur því að verða
minna. Jeg vil fullyrða, að flestar konur, senr vinna úti,
munu taka áhyggjurnar með sjer að heiman, á sama hátt
og mennirnir taka áhyggjurnar með sjer heim.
Það er því flestum giftum konum ofviða að vinna bæði
út á við og inni á heimilunum. — Eiginkonan og móðirin
þarf að eiga orku og kraft til að lýsa upp og hlýja heimil-
ið, til að taka á móti og hjálpa, svo heimilisföður og börn-
um þyki hvergi betra að koma og vera.“
# # #
Við skulum þá yfirgefa erindi frú Svendsen. — Það er
að vísu nokkru lengra, en jeg tel rjett að við lítum nú
nokkuð á okkar eigin aðstæður í þessum efnum.
Hjer hjá okkur hafa orðið miklar breytingar á síðustu
árum. Hjer er risinn upp mikill verksmiðjuiðnaður og
mikil útivinna kvenna — utan heimilis. — í útsvars-
skránni sjáurn við sjerkenni á stöðu kvenna. Þar standa
nöfn svo sem: Skrifstofustúlka, kennari, læknir, sauma-
kona, verkakona o. s. frv. — Þessi nöfn benda til þess, að
þessar konur reka starfa utan heimilis, og árlega fjölgar
þeim konum, sem hafa starfsheiti bundið við nafn sitt —
öllum nema vinnukonum — Jrað er starfsstúlkum á Ireim-
ilum. — Margar þessar konur hafa heimilisstörfum að
gegna. Þau eru aukastörf, en þó ekki þýðingarlítil,
hvorki fyrir þær eða heimilið.
Stefna og hugsjónir íslensku þjóðarinnar nú á tímum
er sú, að öll börn hennar megi verða svo vel úr garði gerð,
að þau kunni starf eða störf, sem þau geti unnið fyrir sjer
með.
Húsmóðurstarfið er eitt af þeim embættum, senr
heimtar fjölhæfni. Frú Svendsen hefur talið upp nauð-
synlega kunnáttu góðrar húsmóður á mörgum sviðum, og