Hlín - 01.01.1946, Side 65
Hlín
63
kertunum sínum og borða. Sumir höfðu trjepípur fyrir
kertin og var þeim stungið í stoðir og bita, aðrir settu þau
föst á hillur og hvar sem unt var. Mörg voru ljósin, sem
lýstu upp litlu baðstofuna, sem ætíð rúmaði alla, sem að
garði báru, sem þó stundum voru nokkuð margir, því
bærinn var í þjóðbraut. — Mjer virtist baðstofan vera eitt
Ijóshaf.
Svona leið þetta blessað aðfangadagskvöld — og mörg
fleiri — við sálmasöng og kaffidrykkju. Engum datt í hug
að snerta spil eða liafa neitt það um hönd, sem vanalega
kallast skemtanir. — Kvöldið átti að helgast honum, sem
fæddist á jólunum.
Mamma hafði þann sið að gefa öllum einhverja nýja
flík á jólunum, og allir glöddust, þó gjöfin væri lítil. Eng-
inn mátti fara í jólaköttinn. — Jeg var í sjöunda himni alt
kvöldið. Eitt þótti mjer þó taka öllu fram, að nrega hafa
ljós lifandi alla nóttina. Það var yndislegt. — Svo kæmi
jóladagurinn, þá yrði fullur bikar gleðinnar. — Jeg hátt-
aði í holuna mína hjá ömmu, las vers, sem hún var nýbú-
in að kenna rnjer. Eflaust kunna það mörg börn — línur
þessar eru sjerstaklega ritaðar fyrir þau, — jeg ætla samt
að setja það hjerna:
Aðfangadagur dauða míns,
Drottinn nær kemur að,
hyl mig í undunr hjarta þíns,
hef jeg þar góðan stað.
Eilífrar gleði jeg svo jól
jafnan haldi með þjer,
þá er upprunnin sú mjer sól,
senr að jeg þrái lrjer.
Hlakkandi sjer þá hugur minn
Herra í dýrðarsalinn þinn,
upp á það hrygðar eina skál
jeg vil nú súpa fús,