Hlín - 01.01.1946, Blaðsíða 67
Hlín
65
skrauti, en það bar mörg ljós og færði sanna gleði. Síðan
hef jeg oftast haft jólatrje um liver jól, og mjer finst það
sjálfsagt á hverju heimili.
Nú ligg jeg hjer gömul og grá cg hugsa um liðin æfiár.
Hugur minn er fullur af þakklæti og ást til jólabarnsins,
til Drottins míns og frelsara, sem enn einu sinni hefur
gefið mjer gleðileg jól hjá syni mínum og fjölskyldu hans.
Ennþá einu sinni auðnaðist mjer að sjá jólagleði ljóma í
saklausum, hreinum barnsaugum, sem horfðu hugfangin
á vel lýst jólatrje. Ennþá auðnaðist mjer að ganga kring-
um jólatrje — með mörgu fólki og syngja jólasálma. Þá
flaug hugurinn lieim í litlu gömlu baðstofuna, þar var
jeg með tólgarkertið mitt og söng fullum hálsi: „Heims
um ból, helg eru jól“.
En hugurinn flaug víða. Hann leitaði út um löndin,
þar sem hörmungarnar geysa. Hversu mörg börn eru þar
föður- og móðurlaus, hungruð og heimilislaus. Þar er
hrópað í himininn um frið, við skulum taka undir þau
hróp, biðja, biðja án afláts, uns segja má: „Friður á jörðu
og Guðs velþóknun yfir mönnunum".
Skagfirsk kona.
Öræf i
Öræfin eru með einangruðustu sveitum íslands, svo'
samgöngum þeirra virðist varla verða við bjargað nema í
loftinu. - Við höfum nú þegar haft töluverð þægindi af
flugvjelum, síðan flugvöllurinn á Fagurhólsmýri var
byggður. En betur má ef duga skal! — Það hefir nú um
tíma verið skortur á flugvjelum, sem hæfa þeim flugvelli.
Vonandi rætist bráðlega úr þeirri fátækt. — Þótt langferð-
ir sjeu venjulega skemtilegar, þá hafa þær sína galla, —
öruggar flugferðir eru okkar óskadraumur. Við vonum