Hlín - 01.01.1946, Síða 70
68
Hlín
Það get jeg sagt unga fólkinu okkar til hróss, með öðr-
um kostum, að það sem fer hjeðan á vetrum til náms eða
í atvinnuleit, það kemur venjulega alt heim á vorin.
Tóvinna er hjer mikil. Það er ein spunavjel í sveitinni.
Hún er mikið notuð. Auk þess eru rokkar notaðir á
hverju heimili. — Flest heimili hafa aðgang að prjónavjel.
— Stúlkurnar eru svo lagnar að fara með þær, að þær
prjóna jafnvel rósaprjón í þeim. — Annars er mikið hand-
prjónað, úr bandi og lopa eftir fjölbreyttum fyrirmynd-
um, sem stúlkunum eru kærkomnar. — Þær vefa mikið,
svo sem ábreiður, sem eru svo vel unnar, að þær væru not-
hæfar til skjóls og skrauts hvar á landinu sem væri. —
Stúlkurnar nota venjulega Vefnaðarbókina, sem fylgir
„Hlín“ til fyrirmyndar. — Ef þær eiga bókina ekki sjálfar,
fá þær hana lánaða, því Vefnaðarbók ,,Hlínar“ á sterkan
þátt í því, hvað vefnaður er orðinn f jölbreyttur og áferð-
arfagur. — Og margir fagna því að sjá nú koma í dagsljós-
ið hin fögru munstur, sem voru á sessunt og söðuláklæð-
um, sem ömmur okkar áttu.
Malarási.
H. S.
Undanfarin nokkur ár hefur Kaupfjelag Húnvetninga
tekið upp þá nýbreytni að gefa konum fjelagsmanna kost
á ókeypis skemtiför, að farkosti til, í 2—3 daga. — Árin
1941—43 hafði fyrsta umferðin verið farin, en sl. vor hófst
önnur umferð. — Voru þá þrír hreppar sýslunnar austan
Blöndu teknir ,,til meðferðar" — eins og hið fyrra sinni, —
en þeir eru: Bólstaðarhlíðar-, Engihlíðar- og Vindhælis-
hreppar. — Konurnar ákváðu sjálfar hvert halda skyldi,
og var einróma samþykt að fara til Mývatnssveitar. — Far-