Hlín - 01.01.1946, Qupperneq 74
72
Hlín
en alltaf þjettist bygðin, og að lokum var staðnæmst hjá
Hótel K. E. A.
En miðdegisverðurinn var ekki orðinn kaldur af þeirri
einföldu ástæðu, að liann hafði aldrei verið hitaður handa
okkur. — Vegna mislesturs á símskeytinu var ekki búist
við okkur fyr en síðar. — En alt í lagi! — Við gátum fengið
mjólk, brauð og kaffi eins og við vildum. — En flestar
konurnar áttu þó ýmsa kunningja, sem þær heimsóttu
strax og nutu gestrisni þeirra.
'Næsta áætlun var Vaglaskógur og svo til Lauga og
gista þar, eftir að hafa setið að kvöldverði kl. 9 í boði
Kvenfjelags Aðaldæla o. fl. Þingeyinga.
Eftir 2 tíma viðstöðu á Akureyri var haldið áfram inn
fyrir Eyjafjörð og út með að austan, uppeftir Vaðlaheiði.
— Fagurt er af heiðarbrúninni að líta yfir Akureyri og
Eyjafjörð. Áfram mjökuðust bílarnir, en hægt þó, því
vjelarnar hitnuðu mikið — svo upp úr sauð — og þurftu
bílstjórar öðru hvoru að kæla vjelarnar. — En er við höfð-
um náð fullri hæð, fór að halla undan fæti á hinurn bugð-
ótta vegi ofan í Fnjóskadalinn. — Vaglaskógur blasti við.
— Er norður fyrir Fnjóskárbrú kom, var keyrt inn í skóg-
inn. Viðdvöl máttum við ekki hafa lengri en 14 tíma.
Flestar konurnar dreyfðu sjer eitthvað um skóginn. Marg-
ar þeirra höfðu aldrei komið í skóg fyr. — Fyr en varði
gullu bílflauturnar við, sem gáfu til kynna, að tíminn
væri liðinn. — Tíveir bílarnir fóru strax af stað. En sá
þriðji tafðist eitthvað, og vissum við ekki annað þá en
alt væri í lagi. — Á Akureyri hafði þessum bíl áskotnast
besti fararstjórinn, en það var Pjetur í Reykjahlíð, sem
gat frætt farþegana um margt, sem við hinir gátum ekki.
Nú geystumst við áfram fram hjá Hálsi og austur Ljósa-
vatnsskarð. — En hver skollinn! — Bíllinn kom ekki. —
Fyrir norðan Ljósavatn stönsuðum við, en þá sáum við til
bílsins og hjeldum nú áfram að Goðafossi. — Eftir nokkra
stund kom bíllinn og frjettum við þá hvað tafið hafði. —
Tvær konurnar höfðu týnst í skóginum, og var farið að