Hlín - 01.01.1946, Síða 75
Hlín
73
leita þeirra. Eftir nokkra leit fundust þær, og var getið til,
að þær hefðu sofnað í laufskrýddum lundum Vaglaskóg-
ar. — Á Fosshóli máttum við ekki hafa neina viðdvöl. —
Takmarkið var að komast sem fyrst að Laugum til móts
við þingeysku konurnar. — Er við komum ofan í Reykja-
dalinn, blasti við fáni á hverri stöng „okkur konunum"
til heiðurs. — Að Laugum komum við klukkan rúmlega
9. — I>ar var okkur fagnað af þingeyskum konum og körl-
um eins og við hefðum verið langþráðir vinir. — Eitt af
því ánægjulegasta á slíkum skemtiferðum er að mega
kynnast fólkinu, sem sveitirnar byggir. — Eftir að hafa
þvegið af okkur ferðarykið var sest að borðum við ]júf-
fenga rjetti. — Af hálfu þingeyskra kvenna bauð Bergþóra
Magnúsdóttir á Halldórsstöðum okkur velkomin. — Hild-
ur húsfreyja í Klömbrum las úr ljóðum sínum, Jón Har-
aldsson, Einarsstöðum, flutti kvæði í tilefni af komu hún-
vetnsku kvennanna og Konráð Erlendsson, kennari á
Laugum, mælti fram snjalt gamanerindi, sem hefði kom-
ið öllum í gott skap, ef nokkuð hefði vantað á að svo væri.
— Af hálfu húnvetnsku kvennanna flutti Elísabet Guð-
mundsdóttir frá Gili þakkir fyrir móttökurnar. Rakel
Bessadóttir frá I>verá hafði yfir vísur og Ingvar Pálsson
lýsti tildrögum ferðarinnar. — Þá voru sungin nokkur lög
undir stjórn Páls H. Jónssonar, gistihúshaldara á Laug-
um. — Er staðið var upp frá borðum var konunum boðið
að skoða Húsmæðraskólann, sem þær þáðu með þökkum
og höfðu mikla ánægju af. — Nú var liðið að miðnætti. —
Kvöddum við þá hina gestrisnu Þingeyinga og gengum
til hvíldar. — Að vísu hefðum við kosið að eiga lengri
samdvöl með þessum gestrisnu Þingeyingum. En þeir
hafa sjálfsagt getið nærri um það, að ferðakonurnar væru
þreyttar, því sjálfar voru þær fyrir fáum dögum kornnar
úr langri skemtiför, og meira að segja voru sumar ekki
búnar að vitja búa sinna, er þær veittu okkur móttöku að
Laugum.
Áætlun næsta dags var að drekka morgunkaffi kl. 8, og