Hlín - 01.01.1946, Síða 76
74
Hlín
vera ferðbúin kl. 9. — Eftir áeggjan Hildar í Klömbrum
ætiuðum við að leggja lykkja á leið okkar og skoða Laxár-
virkjunina, áður en farið yrði til Mývatnssveitar. — Árla
næsta morgun voru konurnar á fótum, sumar jafnvel kl.
6, og voru búnar að fá sjer morgungöngu í blíðviðrinu,
sem enn var það sama. — Allar voru glaðar og reifar. —
Var svo lagt af stáð stundvíslega og haldið norður Aðal-
dal, frúna á Staðarhóli tókum við með til leiðbeininsrar.
— Aflstöðin er hið mesta mannvirki, og var nýstárlegt fyr-
ir okkur að sjá þann útbúnað allan. — Það eru jafnvel
sumir að ráðgera að senda okkur Austur-Húnvetningum
rafmagn þaðan, en ekki er jeg trúaður á að það sje heppi-
legasta leiðin í rafmagnsmálum okkar. Mundi jeg 'telja
hyggilegra að virkja eitthvert fallvatnið heima fyrir.
Eftir nokkra viðdvöl við Laxárstöðina, var farið sömu
leið til baka til móts við Lauga og áfram. — Okkur hafði
verið sagt, að á leið okkar þarna suður Reykjadalinn,
byggju tveir einsetubændur á vel hýstum jörðum. — Kom
nú til tals að bæta úr þessu, því margar ógiftar konur voru
þarna í förinni, og jafnvel ákveðið hverjar skyldu verða
fyrir valinu. — En er við fórum fram hjá fyrra heimilinu,
kom þar út kona með bala eða fötu. Á því sáum við, að
maðurinn mundi ekki lengur vera einn. — En er að síðara
heimilinu kom, sáum við að vísu enga konu. En af því að
„glögt er gestsaugað“ sáum við þar barnaföt á snúru. Var
þetta nóg til þess, að engin vildi fara þar heim!
1 brennandi sólarhitanum hjeldum við upp Mývatns-
sveitina til Reykjahlíðar. — Margar konur úr Mývatns-
sveit voru þar til staðar til að fagna okkur. — Tveir bíl-
arnir hjeldu áfram að Námaskarði, en við, sem eftir vor-
um, skoðuðum Stórugjá, sem jafnaðarlega hefur upp á að
bjóða 30° heitt baðvatn, þó við ekki nytum þess. — Sum-
ar „sveitar“-konurnar fóru með bílunum til Námaskarðs,
en aðrar voru í fylgd með okkur sem eftir vorum. — Eftir
nokkurn tíma komu bílarnir aftur, og var þá sest að borð-
um. Við vorum svo heppin að fá þar hinn annálaða Mý-