Hlín - 01.01.1946, Blaðsíða 78
76
Hlín
Valdimarsson hefur gert við sumardvalarheimkynni sitt
hvað skógræktina snertir. Svo er Hjeðinshöfði líka fræg-
ur fyrir hinn þjóðkunna „Bárðarbás", sem er gömul húsa-
tóft hlaðin úr hraunsteinum, svo vel sem steyptur veggur
væri.
Nú urðum við að kveðja síðustu ,,sveitar“-konurnar og
Þorstein í Reykjahlíð og yfirgefa Mývatnssveit. — Á öll-
um bæjum, sem við fórum fram hjá, blöktu fánar á stöng,
okkur til heiðurs. — Mig undrar það ekki, þó „sveitar-
fólkið" hafi öðrum fremur haldið trygð við liina fögru
Mývatnssveit. Svo mikla náttúrufjölbreyttni hefur hún
upp á að bjóða. — Jeg vildi óska, að til hennar væri kom-
ið eitthvert fallega gulstararengið, sem nú er ónotað á
eyðijörðum okkar Húnvetninga, svo þær jarðir, sem
minst slægjulönd hafa, gætu notið þess. — Aftur á móti
mætti einhver hraundranginn vera kominn til okkar.
Þá var haldið til baka. Nú máttum við hvergi stansa. —
Á leiðinni til Akureyrar reikaði hugurinn aftur yfir þessi
augnablik, sem við höfðum átt í samfjelagi við gestrisna
Þingeyinga, og altaf verður hægt að kalla þau fram í hug-
ann aftur og aftur.
Til Akureyrar komum við kl. 11 um kvöldið. — Á
morgun er 24. júní. Auðvitað átti þá að vera skemtun á
Akureyri og víðsvegar um land, en hún mátti ekki hafa
nein áhrif á ferðalag okkar. Við þurftum að fara fram að
Grund og sjá kirkjuna þar, — Gróðrarstöðina, Lystigarð-
inn, Matthíasarkirkju o. fl. — Flestar konurnar dvöldu
um nóttina hjá kunningjum sínum í bænum, en hinar
settust að á Hótel K. E. A. — Morguninn eftir kl. 9 voru
svo konurnar mættar hjá Hótel K. E. A. í því augnamiði
að fara fram að Grund. En hamingjan góða! — Nú var
komin blindniðaþoka og ómögulegt að sjá neitt frá sjer.
— Þó fór um helmingur kvennanna fram eftir, en hinar
inn að Gróðrarstöð. Jeg varð með þeim hóp, sem eftir sat,
enda höfðum við flest komið að Grund á fyrri ferðalög-
um okkar. Nú vildi okkur það til happs að fá ágætan