Hlín - 01.01.1946, Side 80
78 Hlín
fyrir að vera deildarstjórar K. H. — Ekki væri óliklegt að
þeir hafi öfundað okkur!
Nú var Skagafjörður kvaddur og haldið upp á Vatns-
skarðið. Þaðan blöstu við okkur gamlir kunningjar —
fjallatindarnir heima í sýslunni, þar sem við vorum flest
borin og barnfædd. — Fyrir sunnan Bólstaðarhlíð, kvödd-
um við Bólstaðarhreppskonurnar. — Á leiðinni út Langa-
dalinn smáfækkaði í hópnum. Að lokum komust við öll
heim. — Öllum leið vel ,,heima“. — Ekkert markvert hafði
skeð. — Næstu dagar byrjuðu svo nreð hversdagsönnum,
en rótgróna minningu eigum við um sólfagra staði í
Norðurhjeruðum landsins og ógleymanlegar viðtökur
Suður-Þingeyinga.
Konurnar, sem áttu Jrátt í því að jeg rita þessar iínur,
hafa beðið mig fyrir liugheilar hamingjuóskir til Jring-
eyskra kvenna, sömuleiðis til „Góða-Jóns“, Þorsteins í
Reykjahlíð, Jóns á Einarsstöðum og Konráðs kennara. —
En ómögulega má jeg segja hverjar þessar konur eru.
Mönnunum þeirra gæti mislíkað það!
Að lokum vil jeg svo Jjakka þingeyskum konum fyrir
móttökurnar, en húnvetnsku konunum fyrir samfylgdina.
Ritað veturinn 1945—6.
Ingvar Pálsson, Balaskarði.
Sandfok
Ort í tilefni af 65 ára áfmæli Gunnlaugs Kristmunrlssonar,
sandgræðslustjóra. Flutt í fagnaðarhófi, er honum var
haldið að „Hótel Borg“, 25. júní 1945.
Ein forynja ögrar íslands þjóð,
ógnandi myrk eins og fjandi,
hún rymur eitt dapurt dauðaljóð,
og dauðinn fylgir í hennar slóð,
þá hamast fordæðan ill og óð,
uns alt er hulið í sandi.