Hlín - 01.01.1946, Blaðsíða 81
Hlín
79
Hún gnagar og sagar og sverfur og flær
svörðinn með eik og runni,
hún brýnir og sýnir beittar klær,
bjarkirnar klýfur og molar og slær,
uns lendan öll er sem úfinn sær,
örfoka niður að grunni.
Með eyðandi tönnum bún æðir um jörð
ógnandi sjerhverju strái,
eftir skilur hún blásin börð,
býlin og iandkosti, eyddan svörð,
dauðvona fólk og dauða björð,
dapur er sandflákinn grái.
Menn horfðu með ótta á ósköpin þau
binn ögrandi sand-bylgja-þerri,
er bvæsandi innundir ekrurnar flaug,
eyðandi, deyðandi, saug og smaug.
En enginn girntist að glíma við draug
Glámi margefldum verri.
Hver gengur á bólm við bið geigvæna afl
í gínandi sandhríða róti,
er forynjan bleður upp skafl við skafl,
skellir hrönnum á dyr og gafl.
Já, hver myndi dirfast að tefla það tafl,
sem tugþúsund eru á móti?
Þá reis upp einn eflingur æskufrár,
einherjinn snörist mót grandi.
Kappinn var ekki svo ýkja-hár,
því oftast er kjarninn furðu smár,
en einbeittur, þjettur, ítur og knár,
ötull og sístarfandi.