Hlín - 01.01.1946, Blaðsíða 82
80
Hlín
Við eyðingarnorninni reisti hann rönd,
svo reikult varð flegðunnar gengi.
Og margblessuð veri sú hyggja og hönd,
er hlúir og græðir þá sendnu strönd,
og endurheimtir þau akurlönd,
er ódæðan varði svo lengi.
Og hvar sem að Gunnlaugur gekk yfir land
gróandinn fylgdi hans sporum.
Hann beislaði óvættinn: „Eyðisand",
þótt enn megi líta hans sótrauða gand,
þeytandi, veitandi grimmd og grand,
vjer gröfum hann samt, ef vjer þorum.
Þá svari nú hver, sem að sigrum ann,
og sem hefur þaulkannað árin.
Á ættjörð vor nokkurn mætari mann,
merkari, og sterkari en einmitt þann,
er gekk á hólrn og sem græða kann
geigvænu foldarsárin.
Svo feti þá aðrir í fótspor þess manns,
er fyrstur að sárunum hlúði,
það byrjunarstarf verður blessun vors lands,
og bjart verður jafnan um minningu hans,
er bældi liinn eyðandi öræfadans,
og aldrei af hólminum flúði.
Ríkarður Jónsson.
40 sandgræðslustöðvar voru á landinu haustið 1945.