Hlín - 01.01.1946, Side 83
Hlín
81
Ávarp
flutt í samsæti Vestur-Skaftfellskra kvenn'a
á Kirkjubæjarklaustri 1943.
Heiðruðu skaftfellsku konur! Jeg þakka ykkur kær-
lega fyrir alúðlegar og góðar viðtökur og alt, sem þið
'hafið til þess gert, að ferðin hingað mætti verða okkur
langferðakonunum sem ánægjulegust. — Jeg er hrifin
af stórfengleik náttúrunnar hjer, og jeg er hrifin af ykkur
sjálfum: Menningarstarfsemi ykkar og fjelagsþroska, sem
mjer finst jeg sjá allsstaðar. — En mjer ofbjóða sam-
gönguerfiðleikar ykkar. — Jeg vissi, að leiðin var löng,
en svona erfið hjelt jeg ekki að hún væri. — En alt hefur
sína kosti, sjeu þeir rjett notaðir. Þið dragið til ykkar
menninguna og þroskið hana með samstarfi. Þið eruð
svo langt frá höfuðborginni, að hingað berast ekki ólioll-
ari straumar hennar, og þetta er mikils virði.
Margt hefur orðið til að minna mig á síra Jón Stein-
grímsson í þessari ferð. Manninn þjóðfræga, sem lifði
hjer og starfaði fyrir nær tveim öldum, á þeim mestu
hörmungatímum, sem yfir þetta land hefur dunið, og
er jrá mikið sagt. Sóknarbörn hans trúðu því, að hann
læknaði sjúka með andans krafti sínum, og jafnvel að
glóandi eldhraunið stöðvaðist fyrir kraft bænar hans. —
Sá maður hefur ekki verið neinn liversdagsmaður.
Þegar jeg var barn, lieyrði jeg oft gamalt fólk minnast
á þá, sem hjeðan liefðu kornið. Var þá æfinlega viðkvæð-
ið: „Það var einn af þeim, sem kom úr eldinum.“ —
Margar sagnir voru hafðar eftir jressu fólki, sem gengu
sem þjóðsögur manna á milli. Um hörmungar þess og
eignatjón, og um prest eldhjeraðanna, sem Jrað trúði
að lvefði verið yfirnáttúrlegur maður.
Ein af sögum þessum hefur orðið mjer minnisstæðust,
annaðlivort af Jiví, að yfir henni livíldi minsti þjóðsögu-
blær, eða hinu, að mjer sagði liana kona, afkomandi
c