Hlín - 01.01.1946, Blaðsíða 91
Hlín
89
í bága við þann hugsunarhátt, að það væri úhbyggingar-
sök að taka þúfu úr túni. — Smár væri sjávarútvegurinn
okkar, ef enginn hefði liætt sjer lengra út á sjóinn, en það
sem hægt var að komast á árabátunum. — Og lítill væri
iðnaðurinn okkar, ef enginn hefði trúað því, að hjer
mætti nota hraðvirkar vjelar til framkvænrda.
Heill og hamingja, gæfa og gengi fylgi ykkur í æfistarfi
ykkar, hvort sem það verður á sjó eða landi.
Jeg vil biðja veislugestina að rísa úr sætum sínum ferm-
ingardrengjunum til heiðurs og syngja: „Táp og fjör og
frískir menn,“ og sjálfvalið sjómannakvæði.
Kona á Suðurlandi.
Siglufjörður
Þú varst einhverntíma að biðja mig að senda þjer línu
í „Hlín“, Halldóra mínl — Mjer hefur ekki dottið neitt
í hug, fyr en nú fyrir fám dögum, að rnjer kom til hugar
að minnast ofurlítið á Siglufjörð, og það markverðasta,
sem jeg sá þar, en það er Sjómannaheimilið, Barnaheim-
ilið „Leikskálar“ og Sildarverksmiðjurnar.
Nú er jeg komin um borð í „Drang“ (mjólkurbátinn,
sem fer milli Akureyrar og Siglufjarðar) eftir þriggja
vikna dvöl hjá syni mínum og tengdadóttur.
Fyrst þegar jeg heyrði talað um Siglufjörð sem mestu
síldveiðistöð landsins, var þess einnig minst, að þar
væri drykkjuskapur og slark meira en annarsstaðar á
íslandi. — Sennilega hefur verið þar nrisjafn sauður í
mörgu fje, enda var þar fleira af útlendingum en í öðr-
um sjávarþorpum. — Síðan hefur margt breyst, bæði þar
og annarsstaðar. Og nú er víst ekki meira um drykkju-
skap og aðra óreglu á Siglufirði en í öðrurn kaupstöðum
landsins.