Hlín - 01.01.1946, Síða 92
90
Hlín
Siglufjörður er fallegur bær. Þó þröngt sje milli fjalla
og undirlendi lítið, þá bæta blómskrýddu brekkurnar og
grasgeirarnir, sem teygja sig Upp á efstu brúnir fjallanna,
að rniklu leyti upp víðsýnið, sem Jrar vantar. — Á Siglu-
firði getur að líta kýr, liesta og kindur, og það gerir
Jrorpið vinalegra. — Eitt kvöld sá jeg dreng ríðandi á
hjóli vera að reka kýr heim.
Sjómanna- og gestaheimilið er 6 ára, starfrækt af stúk-
unni ,,Framsókn“. Þar geta sjómennirnir vikið að, Jregar
þeir koma í land, oft eftir langa og harða útivist. Og þó
J)eir sjeu Ijarri átthögum sínum, finna þeir, að þarna
eiga Joeir heima. Þar geta þeir keypt sjer kaffi með heima-
bökuðu brauði, fengið sjer bað, skrifað ættingjum og
vinum og lesið blöð og bækur. — Auk þess geta þeir
fengið lánaðar bækur á sjóinn í Jíartil gerðum kössum. —
Jeg er viss um, að sjómannaheimilið bjargar mörgum
frá því að heimsækja J)á staði, sem hvorki göfga nje gleðja
þegar til lengdar lætur.
Þeir kunna líka að meta heimilið sitt. Aldrei sjest þar
ölvaður maður, og aldrei eru Jrar neinar óspektir.
Barnaheimilið „Leikskálar“ stendur á fögrum stað fyrir
innan bæinn. Það er dagheimili fyrir 100 börn frá 3--8 ára
aldurs. Undantekningar eru þó frá þessum aldri ,með
börn frá heimilum, sem hafa erfiðar ástæður. — Börnin
eru flutt á bílum kl. 9 á morgnana að Leikskálum. Þar
l)orða J)au hádegismat, og kl. 4 fá þau mjólk og brauð. —
Kl. 7 eru þau komin lieim, og fara fóstrurnar þá gangandi
með þau, en áður hefur þeim verið þvegið um andlit og
hendur.
Það er yndislegt að koma að Leikskálum og sjá öll
feörnin, jafnmörg og börnin hans Steins Bollasonar. En
þau koma ekki hvert með sinn hníf og gaffal og hlakka
til að fá risakjöt, því þau eru södd og sæl! — Sum vega
salt, sum róla sjer, sum aka sandi úr sandgryfjunni í litlu
hjólbörunum sínum og sum byggja úr kubbum á stórum
palli sunnan undir liúsinu eða hlaupa um túnið. Og svo