Hlín - 01.01.1946, Side 95
Hlín
93
staðar, og margir góðir menn glötuðust, efnalega og and-
lega.
Á þeim hernámsárum Bakkusar vóru konur trúir og
duglegir verðir þjóðarinnar. Þær notuðu þau vopn, sem
reyndust góð vörn fyrri afkomendur þeirra: Þœr drukku
ekki dfengi. — Þeim eigum við það að þakka, og bind-
indissömum mönnum, að ísland átti ekki fleiri hálfvita,
glæpamenn og örkvisa, eftir þær drykkjuskaparaldir, en
raun varð á.
Jeg minnist þess, að fyrir 50—60 árum vóru sagðar
grínsögur í minni sveit af 2 eða 3 kerlingum, sem drukku.
Þannig var almenningsálitið á áfengisnautn kvenna í þá
daga.
Þegar rithöfundurinn og ofdrykkjumaðurinn, Jack
London, kom heim frá atkvæðagreiðslu í Kaliforníu,
þegar ákveðinn var kosningarrjettur kvenna, sagði konan
hans við hann: „Ekki liugsa jeg, að þú hafir greitt at-
kvæði þitt með okkur konum.“ — „Jú, það gerði jeg ein-
mitt,“ sagði iiann, „af þeirri ástæðu, að einhverntíma
afnema konur ofdrykkjuna, en karlmenn aldrei í þúsund
liðu.“ Hann trúði því, þessi ofdrykkjumaður, að sú öld
rynni upp, að mennirnir liefðu að baki sjer eyðimörk
ofdrykkjunnar, eins og menn liafa að baki sjer galdra-
brennur og fleiri ófögnuð, og hann treysti konunum sjer-
staklega til þess að hjálpa til við þá hreingerningu.
Við konur höfum svo marga þræði í ihöndum okkar
til gæfu eða ógæfu fyrir íslendinga, og margar skyldur
livíla sjerstaklega á okkur, en ein skyldan finst mjer helg-
ust, og hún er sú, að við reynum, eftir mætti, að sjá um
það, að börn okkar og afkomendur verði ekki þjófar og
þorparalýður, sem ekki er hægt að stjórna, nema ef vera
skyldi með þeirri vafasömu siðferðiskenslu að loka brot-
lega unglinga inni í fangahúsi, þar sem þeir ættu að vera,
sem afvegaleiða æskuna og leggja grundvöllinn að ógæfu
hennar.
Konur út um land! Takið áfengismálin á stefnuskrá