Hlín - 01.01.1946, Síða 96
94
Hlín
ykkar. Gangið undir merki reykvíkskra kvenna, sem nú
eru að hefja baráttuna gegn áfenginu. — Reynið með still-
ingu og festu að bjarga Jdví, sem bjargað verður,úrhlekkj-
um hættulegasta þrælahaldara iheimsins. — Gerið alt, sem
þið getið til þess að hjálpa Islendingum úr álögum Bakk-
usar. Engin fyrirhöi'n er of mikil, enginn sigur of dýr-
keyptur, ef einhverjir gætu bjargast úr þeim fangabúðum.
Sigurlína R. Sigtryggsclóttir,
Æsustöðum í Eyjafirði.
Kvæði
Flutt, þegar kvenfjelag Reyðarfjarðar heimsótti
kvenfjelagið í Fljótsdal.
Sumarið býr nú við sæ og fjöll,
sólin skreytir hlíð og völl.
Lækirnir hoppa og ieika sinn söng,
en fossarnir freyða frjálsir um hamraþröng.
Blómin út sig breiða liýr, brosir víða skógur nýr.
Alt er sem fagurt æfintýr.
Ilvað skyldi sumarið segja oss,
er sýnir Jrað þessi fögru hnoss?
Ætli Jrað vilji við yglum brýr,
að öllu finnum, er til vor snýr?:
„Þetta er ei fallegt, þetta er ei gott,
af þessu jeg engan finn gleðivott.
Lífið er aðeins eintómt strit,
að elska og Jrrá er lítið vit,
því alt er sífeld umbreyting,
engu að treysta um jarðarhring.“