Hlín - 01.01.1946, Side 102
100
Hlín
störfin innan dyra í bágbornum húsakynnum. — Öll
kensla undir hin 3 skátapróf fer mestmegnis fram á vetr-
um. — Sumarstörfin verða mjög fá vegna anna við ýms
launuð störf. — Ferðir og útilegur eru þó sá þáttur skáta-
starfanna, sem flestir kjósa að mega taka þátt í. — Til
slíkra ferða eru oft valdir mjólkurbílar, sem bæði geta
tekið fólk og farangur, því ekki eru pinklarnir fáir, þegar
lagt er af stað út í buskann: Tjöld, svefnpokar, pottar,
prímusar, eldiviður og matur fylla fljótt stóru kassana á
mjólkurbíhinum. — í ferðum þessum er reynt að fylgja
ákveðinni dagskrá. — Fótaferð kl. 7 eða 8 f. h. er fyrsti
liður dagskrárinnar, og varðeldur sá síðasti kl. 10—11 e.
h. — Einn þátturinn er tjald- og búningsskoðun. — Er
þetta hátíðleg athöfn. Flver hópur stendur við sitt tjald
og hefur lagað til í tjaldinu og bakpokunum og allar gæta
þess, að búningurinn sje hreinn og snyrtilegur.
Varðeldurinn er sú stund dagsins, sem allar þrá. Það
brakar í brennandi kvistum og ylinn leggur frá bálinu.
Skátastúlkurnar sitja í hálfhring eða hring kringum varð-
eldinn og syngja skátasöngva sína. Einhver skemtiatriði
eru þessa stuttu kvöldstund, og þegar tími er kominn til
að hvílast standa allar stúlkurnar upp, taka saman hönd-
unr og syngja slitsöngvana. Slitsöngur kvenskátanna er á
þessa leið:
Sofnar drótt, nálgast nótt.
Sveipast kvöldroða himinn og sær.
Alt er hljótt, hvíldu rótt. — Guð er nær.
Á undanförnum árum hefur kvenskátum aukist fylgi,
en það er ekki þar með sagt, að þeim hafi aukist styrkur.
Það er orðið svo margt, sem glepur fyrir. Hættan er sú, að
foringja vanti, þar eð stúlkurnar fá svo ótalmörg hugðar-
efni, þegar þær hafa náð fermingaraldri, en einmitt þá
fyrst hafa þær náð Jreim aldri, að Jrær geti verið foringjar
fyrir yngri stúlkurnar.
Eigi yngri stúlkur en 11 ára að geta orðið skátar. Á