Hlín - 01.01.1946, Blaðsíða 103
Hlín
101
aldrinum 8—11 ára geta þær verið í hópum, sem við köll-
um ljósálfa. Þar fá þær nokkurn undirbúning til skáta-
starfanna.
Það má taka það fram, að skátafjelögin þurfa nauðsyn-
lega að hafa starfskrafta ungu stúlknanna óskerta. Það er
misskilningur, að stúlkur á aldrinum 8—14 ára geti verið
í mörgum fjelögum, auk þess að hjálpa til heima og verá
í skólum.
Ýms störi' eru unnin í skjóli skátafjelaganna, svo sem:
reistir kofar, gróðursett trje, ýmis munir unnir, til basar-
sölu (til styrktar fjelögunum), undirbúnar skemtanir inn-
an fjelaga eða fyrir almenning.
Að lokum nokkur orð eftir B. Powell, til allra skáta-
stúlkna, er lesa þetta:
,,Ef þú gengur feti framar deyrðu,
ef þú hopar á hæl deyrðu einnig.
Þessvegna skaltu ganga feti framar“.
Akureyri, 17. ágúst 1946.
Brynja Hlíðar.
Bækur og bókaval
Bókaútgáfa á Íslandi 1944:
„Sexhundruð og fimmtíu prentuð rit komu út á árinu,
þaraf 177 blöð og tímarit. — Jeg gæti trúað því, að bcekur,
sem menn mundu kalla svo í daglegu tali, væru 350—400,
eða sem svarar nálægt því einni bók á dag.“ („Eimreiðin".
V. Þ. G.)
Við þurfum að kjósa okkur hinn besta fjelagsskap eigi
síður í bókum en í hinu daglega lífi, lesa bestu bækurnar.
Þær hafa áhrif á hugsunanhátt okkar og breytni ekki síður
en fjelagar okkar.