Hlín - 01.01.1946, Síða 105
Hlín
103
ið. — Þjóðsögurnar og Þúsund og ein nótt eru kær lestur
allra barna. Sígildar barnabækur eru Æfintýri Andersens
og Róbínson. Æfintýrin eru ófáanleg nú um langt skeið
og uppurin í bókasöfnum, og.um fjölda ára var Róbínson
ófáanlegur. — Þá er og „Bernskan" sígild barnabók hjá
okkur hjer, og barnasögur Sigurðar Thorlacíusar eru
prýðilegar. — Þá eru norsku sveitasögurnar eftir Björn-
son æfinlega kærkomnar börnum.
Hvenær uppvekst íslenskur rithöfundur, sem semur
bók um ísland, samsvarandi bók Selmu Lagerlöf um Sví-
þjóð: „Nils Holgerssons underbara resa genom Sve-
rige“? Þar er verkefni að spreyta sig á. — Uppistaðan:
Landafræði, saga og náttúrufræði, og ívafið yndisleg æfin-
týri.
Þá er og „Kirkjan á fjallinu“ eftir Gunnar Gunnarsson,
í hinni ágætu þýðingu Laxnesar, prýðileg bók fyrir börn.
Naut hún sín vel í upplestri skáldsins á s. 1. vetri.
„Málleysingjar" Þorsteins Erlingssonar er, því miður,
orðin fremur fágæt bók, prýðileg, bæði að efni og málfæri.
í öllum þeim sæg af ágætum æfisögum merkra manna,
sem út hafa komið á sjðari árum, má okkur ekki gleym-
ast Æfisaga síra Friðriks Friðrikssonar, sem er bæði
skemtileg og uppbyggileg. Einnig æfisaga Ólafíu Jóhanns-
dóttur: „Frá myrkri til ljóss“, skemtilega rituð og lær-
dómsrík.
Eina þýdda bók má nefna, sem nú er að verða fágæt
hjer á landi (en það er sagt, að upplag hennar á ensku
hafi náð hæstri tölu næst biblíunni). Það er „í fótspor
hans“, í prýðilegri þýðingu Sigurðar Kristoffers Pjeturs-
sonar.
Og ekki má „söguþjóðin" hætta að lesa bækur sögu-
legs efnis. Almenn mannkynssaga, bókmentasaga, kirkju-
saga og listasaga er hugnæmt efni, og þá fyrst og
fremst saga okkar eigin þjóðar.
Fjöldinn allur af þýddum bókum kemur árlega á mark-
aðinn. Kennir þar margra grasa. Margt er af góðurn æfi-