Hlín - 01.01.1946, Qupperneq 106
104
Hlín
sögum merkra manna og ferðasögum, en skáldsögurnar
eru legíó. Margar hafa lítið bók.mentalegt gildi, en ef
þær eru vel þýddar og lýsa góðu fólki, er ekkert uní
það að segja. — En þýðingunum er oft mjög ábótavant.
Þessi síðustu velgengnis ár, þegar bækur eru keyptar
meir en nokkru sinni áður, er miklu rubbað upp af þýð-
ingum, og ekki æfinlega mikið verið að skeyta um málið.
Alt selst, en málið spillist af þessum aðförum.
Árlega kemur út margt af sjerfræðiritum, sem mörg
veita ágætan, almennan fróðleik, og ættu að vera keypt,
fyrst og fremst af þeirri stjett, sem þau aðallega eru samin
fyrir, og einnig af almenningi. Á það sjerstaklega við, er
um aðalatvinnuvegi okkar er að ræða: Landbúnað, sjávar-
útveg og iðnað.
Bækur eru dýrar hjá okkur, óþarflega dýrar, óþarflega
þungur pappírinn, svo dýrt er að senda. — Hversvegna
taka menn ekki upp útlendan sið með ljettan pappír og
ódýrar útgáfur? —- Sjálfsagt er að hafa skrautútgáfur með,
þegar um sígild rit er að ræða. — Fjöldi bóka er aðeins
lesin einusinni, og þá er óþarfi að kosta miklu til.
Það er alkunnugt, að fjöldi bóka selst bvergi nærri upp.
Þær liggja í hrúgum, engum til gagns, en geta þó verið
bestu bækur í sinni röð. — Það var góður siður, sem tek-
inn var upp hjer fyrir nokkru, að liafa bókaviku, og selja
þetta gamla dót ódýrt. Það ættu bóksalar að gera árlega,
nóg ntun vera af að taka.
Bækur og blöð safnast líka að manni á heimilum og
fylla hús; ilt að þurfa að nota þau fyrir uppkveikju, en
það gera samt margir, en óska í hjarta sínu, að þetta, oft
ágæta lesefni, væri kornið í hendur þeirra, sem lítinn
bókakost eiga.
Bókband er dýrt, segja menn, og hlífast við að kosta
því til. — Bókbandið þarf að verða beimilisiðnaður, eins
og það áður var á íslenskum heimilum, enda hafa menn
fagnað því mjög, þar sem námsskeið hafa verið haldin í
þessari grein. Halldóra Bjarnadóttir.