Hlín - 01.01.1946, Blaðsíða 108
106
Hlín
sem hann gat án verið, varði hann til þess að búa til ýms
efni til að rjóða á kerin, byggja ofna og kaupa eldsneyti
til að brenna kerin með. Störfum þessum hjelt hann
frarn um mörg ár, þótt ávalt mistækist. Hann vakti nætur
og daga, hann brendi öllu, sem brunnið gat, í eigu hans,
jafnvel borðuni og stólum. Kona lians og börn ásökuðu
hann, aðrir gerðu gis að honum. Hann segir sjálfur frá:
„Hinar þyngstu þrautir mínar vóru háð og ofsókn konu
minnar og barna. Arum saman vóru ofnar mínir þak-
lausir, og varð jeg að standa við þá í stormi og regni, án
hjálpar og Iiuggunar, og hal’ði ekki aðra skemtun en
mjálm kattanna og ýlfur hundanna. Gagndrepa og út-
ataður fór jeg stundum um miðnætti inn til að sofna.
í svartamyrkri reikaði jeg í húsi mínu, örmagna af sorg
og þreytu. En heimili mitt var ekkert hæli, því í svefn-
lrerbergi mínu mættu mjer þær ofsóknir, sem vóru
þyngri en alt annað.“
Eftir stöðugar tilraunir í 16 ár og óumræðilegar þraut-
ir, náði hann því takmarki, sem hann hafði ætlað sjer. —
íþrótt þeirri, sem kostaði hann svo mikið, hefur síðan
verið lialdið áfram.*)
Ur Lestrarbók fyrir alþýðu á íslancli eftir Þórarinn Böðvarsson.
Heyleysi
(Smásaga.)
Þokunótt í júlí.
Þrándur á Bergi kom úr kaupstað frá að leggja inn ullina sína. —
Hann var maður á miðjum aldri. Hafði alist upp á Bergi, og búið þar
nú sjálfur í 10 ár.
Klyfjahestarnir röltu göturnar heim á leið. — Snati hljóp i hringum
*) Þessa frásögn las jeg ( Alþýðubókinni, þcgar jeg var barn. — Oft
hefur mjer síðan orðið hugsað til hans, þessa merka manns, þegar jeg
þurka leirinn. Hann hefur unnið þarft verk fyrir okkur konur.
Ritstjórinn.