Hlín - 01.01.1946, Side 109
Hlín
107
um móana í leit að eggjum og ungum. — „Komdu, Snati," kallaði
Þrándur. — Allstaðar sást hernaður, rán, græðgi. — Hugur Þrándar varð
þungur. — Ferðin hafði þó tekist frcmur vel. — Ullin hans var nokkuð
meiri en í fyrra, og kaupfjelagsstjórinn bauð honum vindil og lagði hönd
ina á öxl hans og sagði: „Þú klárar þig nokkuð, Þrándur minn." —
En þessi vinsemd hafði ekki hlýjað sál hans, og nú fanst honum hönd
kaupfjelagsstjórans hvíla á sjcr — köld — þung.
En sú þoka. — Nú var hann húinn að slá í hálfan mánuð og enginn
þurkur enn. — Altaf lá þetta svo þungt á honum með heyskapinn,
þyngra cn nokkuð annað. — Krakkarnir fimm, öll ung. Það yngsta
tæplega vikugamalt og kaupakona í hænum.
Nóttin svo huggandi, blíð og hljóð. Þokublæjurnar blöktu þó eilthvað
öðruvísi en í gær, þær lyftust hægt lijer og þar, misleitar, og sigu svo
hljótt og mjúklega niður gilin. — En ef það yrði nú þurkur á morgun!
Þrándur opnaði stofuliurðina kl. 8 morguninn eftir. Hann var ber-
höfðaður og kófsvcittur. — „Góðan daginnl" — „Er þurkur?" sagði Sól-
veig, kona lians. — „Það held jeg verði, jeg er búinn að slá úr síðan
klukkan sex í morgun." — „Hvernig gekk með ullina?" — „Hún vigtaðist
nokkuð, cn þótti ekki eins fallcg og í fyrra. — Getur Signý ekki komið
út að þurka með mjer?" — „Nei, jeg er hrædd uin ckki, hún á að fara
að þvo af barninu." — „Ekki veit jeg livað þið hugsið með þetta s,felda
þvottagutl, jeg skil ekki, hvaða andskotans skítur það getur altaf verið
á barni, scm aldrei er tekið undan s;eng nema til að þvo það." — Og
Þrándur livarf frain úr dyrunum.
Ofurlítil stund leið. Þá kallaði Sólveig: „Signý!" Ekkert Svar. Aftur
hærra. — Þá birtist í dyrunum bróðurdóttir lióndans í ljósgrænum kjól,
ermalausum. „Hvað viltu? Er vatnið orðið heitt?" — „Nei, jeg cr rjett
komin á fætur, eins og þú veist." — „Þú tekur pottinn ofan, Signý mín,
og lætur vel i eldinn, þykkar svarðarskánir, sem hrenna seint; láttu svo
ketilinn yfir fullan af vatni, svo mjólkar þú snöggvast kúna og kcmur
svo inn til mín.“ — „Hvað lieyri jeg, á jeg ekki að vaska tauið i dag?
Hvað ætli hún frú Anna liefði sagt, scm jeg var hjá í fyrra, hefði ekki
tauið vcrið vaskað á rjettum tíma. — Jæja, jeg fer þá."
Nú sá Sólveig svo greinilega í huganum sjálfa sig fyrir 16—18 árum,
þeagr hún, stelpa á stuttum kjól, stóð utan við bæjarhornið eitt kvöld
i maí. — Veður var hvast norðvestan og hríðarhraglandi. — Vorið hafði
vcrið afarslæmt, flestir bændur í sveitinni heylausir. — Allan daginn
hafði hún barist úti við lambærnar, því faðir hennar fór að heiman í
heyleit. — Nú var hún búin að hýsa. Lömbin f keng af kulda og sulti,
ærnar svangar, og ekkert slrá til að gcfa. — Vcrst var með hana Hosti,
hún var tvílembd eins og altaf áður. — Þegar Sólveig ætlaði að loka
liúsinu, sneri Hosa sjer að henni og jarmaði hátt. Og enn heyrði hún
óminn af þessum jarmi þar sem hún stóð við bæjarvegginn. — Þá