Hlín - 01.01.1946, Qupperneq 110
108
Hlín
kom faðir hennar gangandi vestan túnið mcð tóman poka undir liend-
inni. — Sólveig sagði ekkcrt. — Þau gengu heim á hlaðið. — Móðir
hennar kom fram í bæjardyrnar. — „Þorði ekki Pjetur að lána þjer eiiln
heypoka lil?" — „Hann á þegar hjá rnjer nokkra poka, og sagði það
yrði einhverntíma að koma að því, að jcg fengi ekki neitt." — „Það var
honum líkast." — Móðir hennar gakk út á lilaðið og horfði austur yfir
ásana og mýradrögin, sem snjórinn htddi að miklu leyti, og stormur-
inn næddi yfir; svo sneri hún sjer aftur að feðginunum, á andliti
hennar var stilt, góðlátlegt bros. „Þetta fer alt vel. A morgun höfum
við lömbin inni, en þið standið lijá ánum austur í Brennimýrardrög-
um; það er sá staður, sem aldrei bregst, og svo er nú vorið að koma." —
„Ærnar eru hungraðar í húsunum," sagði faðir hennar, og í fyrsta og
cina skiftið í xfinni heyrði Sólveig þann hreim í rómi föður síns, sem
líktist klökkva. — En móðir liennar sagði hressilega; „Solla mín, skreptu
hjerna inn í skemmuna og komdtt með reiðingstorfurnar, þær eru uppi
á bitunum. Við ljetum nýjan rauðbrysking í þær í fyrra sumar. Taktu
heyið úr þeim og Iiristu það hjerna á hlaðinu, jeg fer inn að vita, hvort
jeg finn ekki einhvern 1 >ita til uppbótar; svo förum við öll í húsin
áður en við háttum."
Allir á heimilinu sofnuðu saddir það kvöld, menn og málleysingjar.
Nú kom Signý frá mjöltunum. „Mig langar að biðja þig að fara út
á túnið og vera dugleg í dag, það gengur ekkert að okkur inni, þú
ferð mcð nýmjólk í hvítu könnunni, svo læt jeg litlu stúlkur færa ykkur
kaffið." — Signý fór.
Sólveig vakti börnin, bað þau klæðasl og hjálpa nú til sem best. —■
Krakkarnir þutu út í sólskinið, lítið meira cn hálfklædd. — „Maja mín,"
kallaði Sólveig, „þú verður inni hjá mjer um stund; rjettu mjer sokk-
ana hjá vjelinni; menn þurfa sokka í kvöld, þegar hafgolan kemur."
Víst hafði hún unnið þessi 10 ár, síðan hún giftist Þrándi, en þó fanst
henni nú, sem hún hefði eitthvað dregið sig í hlje rneir en vera ætti,
fanst hún hafa haltrað eitthvað á milli þess að vera nýtískudrós og
sveitakona, hún hafði ýtt af sjer ábyrgðarþunganum og yfir á Þránd.
Hvað var alt hennar stríð, sem æfinlega hafði þó haft nóg að skamta,
hjá allri þeirri ábyrgð, sem á Þrándi hvíldi? — Sveitakona var hún
fædd og uppalin, og sveitakona skyldi hún lifa og deyja.
Yfir sveitinni ljómar hreinn ’íslenskur hásumardagur.
Alt starfar og gleðst.
Eva.