Hlín - 01.01.1946, Qupperneq 121
Hlín
119
Námsskeiðinu er nú að verða lokið. — Saumalaunin eru reiknuð út,
og verða þau sjö þúsund fimm hundruð og fimmtfu krónur.
í vetur höfum við haft prjónaklúbb einusinni í viku, vorum til
skiftis hver hjá annari, við vorum oftast 9, cn stundum 12, mcst var
prjónað af hosum, og vóru þær látnar á hlutaveltu, sem fjelagið
hjelt, en ágóða hennar á að nota lil kaupa á ljóslækningatækjum, sem
við ætlum að kaupa í haust, ef við fáum rafmagn frá Soginu. — í tvo
vetur hafa konur einnig liaft saumaklúbb. I’cim konum, sem lítinn
þátt taka í skemtunum, þykir ánægjulegt að koma saman hver hjá
annari við og við. Svo drekkum við kaffisopa, sem altaf er nokkur
tímatöf, en ekki þykir það nú spilla gleðinni.
Við eigum spunavjel, og er það mörgu heimili góð hjálp í þessu
mannleysi. — Sjúkrasjóð eigum við, sem við ætlum að nota til að
launa hjálparstúlku, ef við verðum nokkurntima svo lieppnar að fá
hana. Hennar væri mikil þörf hjer, Jrví gamalmenni eru iijcr mörg,
en ekkert sjúkraskýli. — Við eigum líka jólatrjessjóð, hann er ætlaður
til að gleðja sjúk börn, sem ekki geta notið jólagleðinnar með okkur.
Við höfum altaf jólatrje fyrir öll börn í hreppnum á hverjum vctri
milli jóla og nýárs. — Til bágstaddra barna erlendis gaf fjelagið 700 .kr.
og tvo stóra fatakassa á s. 1. vori. — Alls hcfur fjelagið gefið til sjúkra,
bágstaddra og gamalmenna þetta síðasta starfsár 2000 krónur.
Við eyðum einum degi á hverju vori til að skemta okkur. — Förum
upp í sveit og erum altaf veðurhcppnar, og allar áhyggjur eru lagðar til
Idiðar þann dag, og allir eru glaðir og ánægðir. Við erum nú að bolla-
leggja, hvert lialda skal í vor, því alla fallegustu staðina erum við
búnar að heimsækja. V. H.
Úr Skriðdal er skrifað veturinn 1940: — Af okkur hjer ag fjelags-
skapnum er alt bærilegt að frjelta. Við eruin nú orðnar 16 í fjelaginu,
ungu konurnar eru nú sem óðast að koma í [)að, og er ])að vel, því með
J)cim kemur nýtt líf. Síðasta átakið, sem við höfum gert, er að kven-
fjelög Valla- og Skriðdals tóku að sjer veitingasölu við Atlavíkursam-
komuna, sem haldin var 9. júlí í fyrra. Veitingasalan stóð yfir tvo
sólarhringa. Við höfðum miklar tekjur, en vinnan var líka afskaplega
mikil, og hefði scnnilcga ekki tekist, nema af þvf að samvinnan var
ágæt. — Við vorum að aura saman í ferðasjóð handa okkur, því enn
höfum við ekki getað veitt okkur slíkan luxus, og flestar konur lijer,
sem aldrei hafa farið neitt sjer til skemtunar. — Við ætlum okkur
eitthvað f vor, cf Guð lofar.
Úr Ámessýslu er skrifað haustið 1945: — Lítið get jeg sagt þjcr af
kvenfjelagsskapnum. Við erum athafnalitlar, enda orsakir til alls, hús-
lausar, en það batnar nú bráðum, því nú er byrjað að byggja hcima-