Hlín - 01.01.1946, Side 123
Hlín
121
lagið er í Sambandi breiðfirskra kvenna. — Á vegum þess hefur starfað
umferðakennari. — Fundi höldnm við á heimilum fjelagskvenna, er oft
glatt á hjalla yfir rjúkandi kaffibollunum að afloknum fundum.
Fjelagskona.
Ur Landeyjum er skrifað: — í „Hlfn" getur maður oft leitað cftir og
fundið fróðleik í frístundum sínum, þó fáar sjcu, en flaumurinn glepur
heldur ekki fyrir okkur, sem erum á afskektum stöðum, og það er að
sumu leyti gott. — Við störf okkar í kyrþey með málleysingjunum og svo
með gróðri jarðar og að ofan fær maður styrk og yl. — Maður þreifar
svo oft á því, að Drottinn vakir daga og nætur yfir okkur.
Við þökkum fyrir „Hlín", og fengu nú færri en vildu, þó ýmsir fari,
flytji burt, koma aðrir, sent vilja fá hana. — Þannig hefur það gengið
til þessa. H. A.
Úr Landssveit í Rangárvallasýslu er skrifað: — Fyrst nú á Sumardag-
inn fyrsta vorunt við kerlingarnar að stofna kvenfjelag.
Góða, sendu okkur nú hugskeyti og sáluhót, svo við getum öðlast
auð og orkugjafa til að láta eitlhvað gott af okkur leiða.
Frá Heimiiisiðnaðarfjelagi Fáskrúðsfjarðar cr skrifað: — Af fjelagi
okkar er fátt að segja, cn þaö mjakast þó áfram. — Á þessu ári höfum
við fengið hringprjónavjel (því annað var ekki þá að fá), og nú erum
við nýbúin að eignast tvíbreiðan vcfstól með öllum áhöldum, svo jeg
vona að eilthvað geti glaðnað yfir fjelagsskapnum með tímanum. —
Svo höfum við gefið dálítið til sundlaugarbyggingar í þorpinu, cn svo
eru upptalin okkar verk þetta árið, enda fáir, sem vinna, þó fjelagarnir
sjeu oftast 30 talsins, þá eru þeir dreifðir.
Frá Seyðisfirði er skrifað í jan. 1946: — Nú stendur iijer yfir sauma-
námsskeið að tilhlutun ,.K.viks“ og „Kvenfjelags Seyðisfjarðar". Mán-
aðarnámsskeið í tveim deildum. 1 annari stúlkur frá H—18 ára, en
í hinni eldri og lærðari. — Kennarinn er á veguin Sambands áustfirskra
kvenna. — Næst fer hún upp á Hjerað, svo á Reyðarfjörð og Norðfjörð.
Frá Austurlandi cr skrifað veturinn 1946: — Þú mátt trúa, að hjer
gengur tuskuteppa-fabrikkan! Við erum búnar að vefa upp 30 metra
uppistöðu og svo setlum við upp 40 metra, og dugar víst ekki, fá færri
en vilja. — Jeg er með þetta hjer í stofunni hjá mjer, því pláss höfum
við ckki ncinsstaðar víst. Nú cr K. á A. að byggja og fær þá ágæta
vinnustofu, og þar ætlum við að liafa nýja vefstólinn, lil þess að geta
notið tilsagnar hennar um leið. V.
Frá Vík í Mýrdal cr skrifað veturinn 1946: — Kvenfjelagið iijer í Vík
starfar eins og að undanförnu. Nú er ljósmóðirin formaður, ung kona,
flutt hingað utan úr Landeyjum. — Fjelagið hlynnir af fátæku eklra