Hlín - 01.01.1946, Side 124
122
Hlin
fólki og heldur altaf saumanámsskeið og jólatrjesskemtun fyrir börn
og eldri, sem vilja koma.
Af Húsavík er skrifað veturinn 1946: — Saumanámsskeið okkar fyrir
jólin gekk prýðilega, og nú erum við að koma öðru á fyrir vorið, og eru
konur ákaflega ánægðar með þetta.
Úr N:-Þingeyjarsýslu er skrifað um jólaleytið 1945: — Alt bærilegt að
frjetta. Heilsan góð og sumarið var yndislegt og baustið alt. Kartöflu-
grasið stóð óskemt framyfir göngur. Verst bve lílið var sett niður, því
uppskeran brást hjer i fyrra, en var í besta lagi í haust. — Loks var
áin, Svalbarðsá, brúuð í sumar. — Falleg bogabrú. — Gaman að sjá
ijaldabæinn blasa við í hvamminum, þar sem fólkið bjó, sem vann að
brúargerðinni. — Verið er að byiggja fimm íbúðarhús í sveitinni. Eitt
af því er nýbýli.
Jeg hef enn farskólann, og enn er mikið prjónað úr lopa: Peysur,
leistar og tvfbandavetlingar. Einnig krosssaumað: Gólfábreiða, sessur o: fl.
Iðnaður í Rcykjavík: — Um 34,3 prócent af bæjarbúum lifa á iðnaði.
I>að eru 6 olíu- og vinnufatagerðir. — 10 prjónastofur. — Þrjár skyrtu-
gerðir. — Fjórar hanskasaumastofur. — Tvær skóverksmiðjur. — Tvær
leðurvöruverksmiðjur. — Tvær sútunarverksmiðjur. — Ein gærurotunar-
stöð. — Ein ullarverksmiðja. — Fjórar efnalaugar, o. fl., o. fl.
(Úr Skýrslu Helga Eiríkssonar, jan. 46. „Morgunblaðið").
Af Vesturlandi cr skrifað: — Það gengur alt sinn vanagang í kvenfje-
laginu. Fundir yfirleitt vel sóttir og skemtilegir. Við erum nú að undir-
búa saumanámsskeið, og crum svo heppnar að hafa stúlku hjer heima,
sem kennir að sauma, það er að segja á stúlkurnar; það er alt verra
með drengjafötin og íslenska búninginn. Það verðuin við, sem þess
þurfutn mcð, að rimpa sjálfar og erum ánægðar, ef við fáum hjálp
gamallar konu, sem hjcr er, og mörgum hcfur hjálpað. — En mikið
væri gaman, ef maður hefði tækifæri til að vefa eitthvað, en að þvl er
ekkert gert, væri áreiðanlega vel sótt, ef einhver, sem vel kynni að vefa,
liefði námsskeið í því.
Úr Strandasýslu er skrifað: — Fólksleysið er tilfinnanlegt I sveitunum,
enginn gctur hjálpað öðrum. — Mikill er sá munur cða áður fyr, þegar
baðstofurnar vóru þjettskipaðar fólki, og rokkar, kambar og prjónar
mynduðu þægilegan samhljóm og fólkið ræddi saman um daginn og
veginn. — Nú er tómahljóð í kotunum.
Af Norðurlandi er skrifað: — Það tiðkast víða að lileypa þreföldum
lopa upp í rokk, þvo hann svo og prjóna, þykir lialdbetra og áferðar-
fallegra en úr lopanum eins og hann kemur úr verksmiðjunum. —
Margir vinda lopann 3—5 sinnum, áður cn prjónað er úr honum; kcmur
dálítill snúður á hann með því móti.
Ingibjörg Finnsdóttir frá Kjörseyri í Hrútafirði skrifar: — Uppdrátta-
bókin, sem jeg sendi þjer hjermeð, er teiknuð af Katrínu Þorvaldsdóttur,