Hlín - 01.01.1954, Side 137

Hlín - 01.01.1954, Side 137
Hlín 135 Það er föstudagsmorgunn að áliðnum vetri. — Húsmóðirin er vöknuð, hún sjer að mál er að rísa úr rekkju, því klukkan er að verða sjö. — Hún lætur hugann reika til barnanna sinna, sem í fjarlægð búa, biður Guð að annast þau og geyma, og blessa sjer dagstörfin. — Hún klæðist og heldur til vinnustofu sinnar, eldhússins, kveikir ljós á heimilisarninum, — olíukyntri eldavjel, sem sendir ylinn út um húsið, eins og umhyggja og ylur þarf að streyma frá henni sjálfri til heimilisfólksins. — Hún notar tímann á meðan kaffið hitnar, og greiðir sjer, því allstaðar skyldi snyrtimenskan í heiðri höfð, þó í afskektum dal sje. — Hún tekur til kaffið fyrir piltana, fer síðan út í fjós og mjólkar og gefur kálfunum, og ekki má gleyma seppunum, þeir fá sinn skamt eins og aðrir. — Þegar inn er komið, þá er að skilja mjólkina, þvo öll mjólkurílát og skilvindu. Þegar þessu er lokið, er mál til komið að fara að hugsa fyrir hádegismatnum. Hún setur upp kartöflur, en kalt kjöt á hún síðan á miðvikudaginn og nú er gott að nota uppskriftina hennar Rannveigar Líndal úr „Hlín“ og búa til kjötkökur. — Meðan kartöflurnar sjóða notar hún tímann, býr um rúmin og strýkur yfir gólfin, einnig burstar hún renninga og hreinsar ganga. — En nú er kl. orðin ellefu, og því þörf á að herða á matnum, því það er borðað kl. 12. Að hádegisverði loknum þvær húsmóðirin upp leirinn og önnur áhöld. En nú þarf að gera brauð og eitthvað með kaff- inu upp á helgina, því ekki er gott að geyma það til morguns, þá er laugardagur og öðrum hnöppum að hneppa. Og ekki getur afdalakonan hlaupið í bakaríið, þó gest kynni að bera að garði. — Jæja, þá er nú brauðgerðinni lokið, en nú er kominn kaffi- tími, og piltarnir komnir inn, hún afgreiðir miðdegiskaffið, og gengur frá í eldhúsi, og kl. er að verða fjögur. — Hún hefur nú tíma til að setjast í baðstofu og taka til við handavinnuna í tvær stundir. Hún er að grípa í að sauma vinnuföt á bónda sinn. — En kl. sex er mál að setja upp kvöldgrautinn, hann verður að eldast áður en farið er í fjós, annars getur illa farið. — Hún undirbýr nú kvöldverðinn að öðru leyti, en kl. hálf sjö fer hún út að mjólka, gefa kálfum og skilja mjólkina, er inn er komið og þvo mjólkurfötur, síðan er borðaður kvöldmaturinn. — Og nú vill húsmóðirin hafa hraðan á, því kl. er orðin hálf átta. — Hún gengur nú frá í eldhúsinu og tekur til kvöldmjólkina fyrir fólkið, og nú getur hún gengið til baðstofu og sest við tækið, og eru það oft hennar bestu stundir dagsins. — Hún tínir nú þá fróðleiksmola, sem kunna að falla af borðum hinna vísu manna
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.