Hlín - 01.01.1954, Page 148

Hlín - 01.01.1954, Page 148
146 Hlín Gullinhyrna varð fyrir því óláni að renna niður svellaðan lsekj- arbarminn, beint áhöfuðið, og gat sig hvergi hrært. Jeg kastaði frá mjer því, er jeg var með, og hentist af stað. Sje þá hvar ærin stendur á höfði í læknum. — Jeg rykki í, en get engu þokað. — Við athugun kom í ljós, að annað hornið hefur skorðast undir klakabrún. — Tókst þó fljótlega að losa það, og kippa ánni upp með tilstyrk barnanna. — Virðist hún þá vera dauð. — Fara þá börnin að gráta, og spyrja mig, hvort ómögulegt sje að hjálpa henni, það sje svo voðalegt, að hún Gullinhyrna sje dáin, er hann pabbi komi heim. — Jeg segi þar fátt um, en dreg hana þannig til, að hún liggur í halla, og byrja um leið lífgunartilraunir á ánni. — Við nuddum hana alla aftur og fram teygjum hana og togum og látum hana standa á höfði. — Og viti menn: — Eftir allgóða stund merkjum við eins og of- urlitla stunu, en undur veika, og áfram er haldið af enn meira krafti, og nú sjest titringur á öðru augnalokinu, og aftur stuna, og nú sterkari en fyr — og eftir skamma stund er hún byrjuð að anda á ný, og augun fara að opnast. „Guði sje lof,“ leið frá munni okkar allra í senn. — Enginn fær lýst þeirri gleði, er gagntók okkur, er Gullinhyrna gat staðið upp og rölti heim í húsið sitt. Vel má vera ,að ýmsum finnist þetta naumast frásagnarvert, þar sem um er að ræða skynlausa skepnu, eins og við köllum það. — En það sýnir þó, að minsta kosti enn einu sinni mátt lífsins, og þessa ótrúlegu seiglu, sem einkennir lífið hvar sem er. Anna S. Gunnarsdóttir, Egilsá, Norðurárdal Skagafirði. Guðrún Aradóttir ljósmóðir í Framnesi við Djúpavog, skrifar: Jeg sendi þjer hjerna til birtingar í „Hlín“, ef þjer sýnist kafla úr Endurminningum Guðmundar frá Nesi, sem var 5 ár hjá for- eldrum mínum á Fagurhólsmýri í Öræfum. — Þetta er mynd af heimili foreldra minna fyrst er jeg man eftir mjer. Jeg var 6 ára, þegar Guðmundur fór. — Foreldrar mínir hjetu: Guðrún Sigurðardóttir og Ari Hálfdánarson. „Þegar jeg kom til Ara 12 ára (1885) var jeg látinn hafa venjuleg unglingastörf, mest snúninga og fjársmölun, sem mjer ljet snemma vel. — Svo smáfærðist það upp á stærri verkin, svo sem heyvinnu. — Það var gaman að taka þátt í heyvinn- unni þar, þó engjamar væru blautar (svæðuengi og bakkar, sem heyið var dregið upp á á hestum). Grasið var mikið og heyfallið gott (stör), ræktað með áburði úr Skeiðará og öðrum jökul- vötnum, sem stundum flæddu yfir. — Jeg vissi til, að einn mað- ur, Gísli, sem seinna varð bóndi í Papey sló á einum degi 56
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.