Valsblaðið - 01.05.2009, Page 22

Valsblaðið - 01.05.2009, Page 22
Eftir Ragnhildi Skúladóttur yfirmann barna- og unglingasviðs Vals flnægjuvogin 2009 Ungllngum líður vel í Val, eru ánægðir með félagið en eru keppnismiðaðri en jafnaldrar í Reykjavik Ánægjuvogin 2009 er samstarfsverkefni íþróttabandalags Reykjavíkur og hverfa- félaganna í borginni og stýrði Viðar Halldórsson íþróttafélagsfræðingur verk- efninu. Spurningakönnun var lögð fyrir unglinga á aldrinum 13-15 ára með það að markmiði að kanna ánægju og líðan unglinga í íþróttum. Að auki var útbúinn leiðarvísir sem hugsaður er sem hjálp- argagn við íþróttaþjálfun barna og ung- linga. 93 þátttakendur tóku þátt í spurn- ingakönnuninni frá Val og var svörunin tæplega 80%. Þegar niðurstöður könnunarinnar eru skoðaðar kemur í ljós að unglingunum líður vel í Val, eru ánægðir með félagið og þjálfarann sinn. Þá sýna niðurstöðurnar að hátt hlut- fall unglinga eru jákvæðir í garð æfinga, finnst þeir læra mikið, æfingarnar eru skemmtilegar og veita þeim ánægju og á það jafnt við um unglingana í Val sem og í íþróttafélögum almennt í Reykja- vík. Unglingarnir voru einnig spurðir um helstu ástæður þess að þau væru að æfa íþróttir og voru beðnir að merkja við þrjá liði þar sem númer eitt skipti þau mestu máli o.s.frv. Langflestir nefndu að helsta ástæða þess að þau stunduðu íþróttir væri að þeim fyndist það skemmtilegt eða rúmlega 50%. Næst flestir eða 28,6% af því að þau vildu ná árangri og þá nefndu um 9% að þau vildu bæta færni sína og sama hlutfall að þau vildu vera í góðu formi. Börn og unglingar í íþróttum vilja keppa og sækja í keppni og sýna nið- urstöður að unglingar í Val virðist vera keppnismiðaðri en jafnaldrar þeirra í Reykjavík. Rannsóknir hafa sýnt að börn og ung- lingar stunda fyrst og fremst íþrótt- ir af því að það er skemmtilegt og hætta fyrst og fremst af því að það hættir að vera skemmtilegt. Af þessum sökum ætti að leggja áherslu á að hafa íþrótta- iðkunina skemmtilega, en íþróttastarf er jafnan skemmtilegt ef það er byggt upp á jákvæðum og heilbrigðum grunni. íþróttaiðkun barna og unglinga þarf að vera á þeirra eigin forsendum og þau stundi íþróttagrein vegna áhuga en ekki á forsendum annarra eins og t.d. foreldra. Ef áhuginn kemur frá bömunum sjálfum þá er hann sterkari og líklegri til að end- ast. Ánægja iðkenda er forsenda framfara og árangurs. Til að æfingar séu skemmti- legar þá þurfa þær að fela í sér fjöl- breytni og stöðugt nýjar áskoranir. Ein- hæf þjálfun og sér- hæfing of snemma dregur úr hreyfi- þroska og hreyfifærni og því er nauðsynlegt að brjóta upp starfið öðru hverju með nýj- um og fjölbreyttum æfingum. Ánægðir og jákvæðir iðkendur em einnig líklegri til að halda lengur áfram og minni hætta verð- ur á brottfalli. íþrótta- iðkun í félagi felur í sér margt annað en að æfa og spila íþróttina, það að tilheyra hópi, þurfa að taka til- lit til ólíkra einstak- linga og taka sigmm og ósigmm eru dæmi um atriði sem skipta miklu máli. Niðurstöður þessar- ar könnunar sýna svo ekki verður um villst að unglingar í Val og í borginni almennt eru jákvæðir í garð íþróttafélagsins síns og staðfesta það sem aðrar rannsóknir hafa sýnt að unglingar æfa íþróttir af því að það er skemmtilegt og eru fyrst og fremst í íþróttum af því að það veitir bæði gleði og ánægju. Niður- stöðumar eru mjög áþekkar í félögunum í borginni en unglingarnir í Val skera sig úr að tvennu leyti. Þau em keppnismið- aðri en í öðmm félögum, finnst gam- an að keppa og keppnin veitir fleirum ánægju. Þá er lítill munur á kynjunum þegar kemur að ástæðum íþróttaiðkunar og eru mun fleiri stelpur í Val í íþróttum til að ná árangri en í hinum félögunum í borginni. Þá er afar jákvætt að sjá hversu ánægðir unglingarnir eru með félagið sitt og þjálfarann. ■Valur “Allir 100 95 90 85 80 %75 70 65 60 55 50 Mér líöur vel í íþróttafélaginu Éger ánægð/ur meö Égeránægð/ur meö mínu íþróttafélagið mitt þjálfarann minn Mynd 1. Hlutfall unglinga í 8.-10. bekk sem líöur vel í Val, er ánœgð(ur) með félagið og er ánœgð(ur) með þjálfarann í samanburði við önnurfélög í Reykjavík. ■Valur ■Allir Éghlakka Mérfinnst Mérfinnstég Að æfa veitir mér Ég kem vanalega vanalega til að vanalega gaman á hafa lært mikið á persónulega ánægð/ur heim faraáæfingar æfingum æfingum ánægju eftiræfingar Mynd 2. Ánœgjukvarðinn- œfingar. Hlutfall unglinga í 8.-10. bekk sem eru sammála fullyrðingunum hérfyrir ofan. ■Valur “Allir Ég hlakka vanalega til að Að keppa veitir mér Að sigra veitir mér keppa ánægjutilfinningu ánægjutilfinningu Mynd 3. Ánœgjukvarðinn - keppni. Unglingar sem eru sam- mála fullyrðingunum hér fyrir ofan. 22 Valsblaðið 2009
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.