Valsblaðið - 01.05.2009, Síða 37

Valsblaðið - 01.05.2009, Síða 37
V- b i * „ —L'.'.:___u/- Voda rnsj »- 4/ Skólaleikap Vals voru haldnir í fyrsta skipti í VodafonehöIIinni að Hlíðarenda í mars 2009. Skólaleikarnir eru keppni sem stofnað var til að frumkvæði Vals milli grunnskólanna sem starfa í Valshverfinu, Háteigsskóla, Hlíðaskóla og Austurbæjarskóla. Hugmyndin að leikunum er sú að kynna félagið og starfssemi þess að Hlíðarenda fyrir krökkum á miðskólastigi og virkja jafnframt alla nemendur þessara bekkjardeilda til íþróttaþátttöku og keppni eina dagsstund. Ákveðið var að keppa að mestu í óhefð- bundnum greinum þar sem allir gætu verið með, en iðkendur hefðbundinna keppnisgreina hefðu ekki endilega áber- andi forskot á aðra. Töluverð undirbún- ingsvinna átti sér stað við skipulagn- ingu leikanna enda hefur tilsvarandi keppni ekki farið fram áður hérlendis. Ragnhildur Skúladóttir yfirmaður barna- og unglingasviðs Vals hafði veg og vanda að undirbúningi leikanna í sam- starfi við barna- og unglingaráð félags- ins og íþróttakennara skólanna sem þátt tóku, Austurbæjarskóla, Háteigsskóla og Hlíðaskóla. Keppnin var rækilega kynnt með góð- um fyrirvara í skólunum og mikil stemn- ing mögnuð upp. Að morgni 10. mars þrömmuðu síðan tæplega 500 krakkar úr 5., 6. og 7 bekkjum fyrrgreindra skóla niður í Valsheimili, undir trumbuslætti og lúðrablæstri, hver skóli í sínum ein- kennislitum. Er ekki orðum ofaukið að húsið hafi nötrað af stemningu við setn- ingu leikanna kl. 10, enda hafði Sigfús Sigurðsson handboltakappi og kynnir á leikunum á orði, að aðra eins stemningu hefði hann ekki upplifað nema í úrslita- keppnum handboltans. Framkvæmd keppninnar var með þeim hætti að bekkjardeildir kepptu innbyrðis sín á milli, en heildaskor hvers skóla var síðan reiknað með samanlögðum árangri allra bekkjardeilda samkvæmt skil- greindu stigakerfi. Undir stjóm íþrótta- kennara sinna tóku allir miðstigsnem- endur allra skólanna þátt einni grein, en fáeinir nemendur mannfærri skól- anna kepptu í tveimur greinum, þ.a. tefla mætti fram jafnmörgum liðum skólanna þriggja í hverri grein. Fyrsta keppnisgreinin var skotbolti (e. dodgeball), sem er eins konar nútíma- útgáfa af brennibolta, nema að leikið er með mörgum boltum. Þá var keppt í boð- hlaupi með risablöðrur í stað keflis sem krafðist ekki aðeins hraða heldur einn- ig hæfni og útsjónarsemi. Þriðja greinin voru skot á körfuhring á móti klukkunni og síðasta grein leikanna var reiptog. Loks kepptu fatlaðir nemendur úr Hlíða- skóla sýningarleik í boccia. Er skemmst frá því að segja að keppnin var æsispennandi allan tímann og allir skól- arnir í góðum möguleika að tryggja sér sigur fram að lokagrein. Svo fór að Háteigsskóli knúði fram sigur í síð- ustu reiptogskeppninni og skaust þar með fram úr Hlíðaskóla, en Austurbæj- arskóli kom skammt á eftir. Sigfús Sigurðsson afhenti Háteigskóla glæsilega farand- og eigna- bikara sem gefnir voru af Partýbúðinni, sem var styrktaraðili leikanna. Þá fékk Hlíðaskóla glæsilega viðurkenningu fyr- ir besta stuðningsmannahópinn. Leikunum lauk upp úr hádegi og var það mál þátttakenda og aðstandenda að vart hefði betur getað til tekist. Krakk- arnir óskuðu strax eftir að fá aðra leika að ári, og hafa þeir verið dagsettir aft- ur annan þriðjudag marsmánaðar, sem á árinu 2010 ber upp á 9. mars. Er stefnt að því að skólaleikar Vals verði árlegur við- burður í framtíðinni, sem stuðli að því að efla tengsl félagsins við hverfisskóla sína og kynna Val enn frekar fyrir börnum og unglingum í félagshverfum þess. Fynstu Skólaleikan Vals 2009 Valsblaðið 2009 37
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.