Valsblaðið - 01.05.2009, Side 39

Valsblaðið - 01.05.2009, Side 39
Félags- og sjálfboðaliðastarf Hressir Valsstrákar á N1 móti S.flokks ifótbolta á Akureyri í sumar. Frá vinstri: Egill Magnússon, Alexander Jón Másson, Hróbjartur Höskuldsson, Helgi Hrafn Þor- steinsson og Gunnar Magnús Bergs. a.m.k. um einhvem tíma. Ég hef sjálfur vasast töluvert í unglinga- og foreldraráð- um félagsins undanfarin ár, og talað þar fyrir stefnu sem kalla má „Hvað get ég gert fyrir Val í eyðuna geta menn svo látið það tímabil sem hverjum og ein- um hentar; sumir segja „... í dagT, aðr- ir segja „... ímánuðinumT' og en öðmm hentar að segja „... /'<ír?“ Auðvitað hefur fólk mismikil tækifæri og áhuga að gefa af sér, en í mínum huga er aðalatriði að öllum sem áhuga hafa sé geftnn kostur á að koma að starfinu með þeim hætti sem þeim hentar. Ég er eindreginn talsmaður þess í félagsstarfinu að skilgreina verkefni vel og skipta þeim milli fólks, sem tek- ur þar með að sér ábyrgð á framkvæmd þeirra, ýmist á eigin vegum eða með því að kalla aðra til. Ef þetta er vel skipulagt er hægt að koma miklu í framkvæmd í stórum hópi, án þess að allt starfið lendi á sömu aðilum, að því gefnu að verkstjórn- in sé góð. í þessum efnum skiptir afstaða og tengsl við þjálfara miklu máli og er afar mikilvægt að þeir séu jákvæðir, tali fyrir og hvetji til aðkomu þeirra foreldra sem vilja koma að starfinu. Þátttaka með barninu gefur uppeld- inu og íþróttaiðkun þess ótvírætt auk- ið gildi; ekki þarf að hafa mörg orð um þá væntumþykju bamsins og þá hvatn- ingu sem það finnur þegar foreldri stend- ur á hliðarlínunni á æfingum og leikj- um. Þar að auki kynnist maður félögum krakkanna sinna og öðrum foreldrum vel, sem hjálpar manni ekki aðeins að þroska vinahóp bamsins, heldur líka að þróa sín eigin vinasamönd við fólk á álíka aldri og í viðlíka aðstæðum í lífinu. Þannig hef ég á síðustu árum eignast marga nýja góða vini meðal foreldra í gegnum yngri flokka starfið hjá Val, sem ég vonast til að halda sambandi við til frambúðar. Við höfum skemmt okkur konunglega í nokk- urra daga keppnisferðum strákanna und- anfarin ár, haldið hópinn á Herrakvöld- um Vals og svo mætti lengi telja." Hvernig sérð þú starfið fyrir þér í framtíðinni? „Ég vona að strákarnir drengirnir mínir verði sem allra lengst við æfing- ar, keppni og í félagsstarfi hjá Val. Mjög bjart er framundan hjá félaginu í kjölfar mikillar og glæsilegustu uppbyggingar nokkurs íþróttafélags á íslandi. Því mið- ur tókst ekki að koma knatthúsi upp fyr- ir hmn efnahagslífsins en það er mik- ið áhugamál hjá mér að sjá það gerast á náinni framtíð." Mikilvæqt að tengja félagið enn frekar við upprunann „Einnig hef ég sérstakan áhuga á að efla tengsl Vals við KFUM&K. Við Valsmenn eigum þama einstakan bandamann með sameiginlegar rætur og gildi frá stofn- anda félaganna, sr. Friðrik Friðrikssyni. Á hverju ári fer fjöldi Valskrakka í sum- arbúðir á vegum þessa frábæra félags- skapar og njóta þar uppeldislegra gilda og samveru sem getur fylgt þeim alla ævi. Ég hef fundið fyrir miklum og góð- um vilja hjá báðum félögum til að efla og rækta tengslin á milli þeirra. Að því lang- ar mig að vinna og sé til þess ótal tæki- færi. Sem dæmi má nefna að við fór- um saman yfir 30 strákar og foreldrar í vinnuferð í Vatnaskóg í haust þar sem við áttum saman frábæran laugardag við leik og störf.“ Öflujjt og metnaðarfullt félag sem á að finna verkefni við allra hæfi „Félagið er tiltölulega nýbúið að fara í gegnum allsherjar stefnumótun þar sem ákveðið var að það skyldi einbeita sér að þeirri starfsemi sem við kunnum og félagið hefur sögulegar rætur í. Valur er með öflugt skipulag og hæft starfsfólk og mikinn metnað til að gera vel í öllu sínu starfi. Mér finnst ég fá mikið út úr þeim krónum sem ég greiði til félagsins í formi æfingagjalda, sér í lagi í saman- burði við annars konar tómstundaiðkun barnanna. Finnst raunar að við foreldr- ar megum aðeins halda aftur af okkur stundum þegar kröfurnar verða helst til miklar ef t.d. fellur niður stöku æfing. Allir vita að á síðustu árum hefur rekst- ur félaganna breyst mikið, með tilkomu skilgreindra afreksflokka. Ég hef haft mínar efasemdir og hef enn um ágæti þeirrar þróunar í íþróttamálum á íslandi en það er nú efni í annað viðtal! Ég styð í aðalatriðum stefnu félagsins í ljósi þeirr- ar þróunar sem orðið hefur. Ég þreyt- ist hins vegar ekki á að tala um mikil- vægi þess að við höldum áfram að ala upp Valsmenn með Valshjarta, þótt nú á tíðum sé raunin að ekki geta allir leikið með félaginu jafn lengi og hugur þeirra stendur til. Því finnst mér gríðarlega mikilvægt að finna leiðir til að virkja þá einstaklinga til æfinga, keppni og félags- starfs, sem ekki halda áfram úr uppeldis- starfi félagsins og í afreksstarf. Ég tel að barna- og unglingaráð sé nokkuð meðvit- að um þessa stöðu og vonast sannarlega til að við vinnum úr henni á næstu árum. Þegar allt kemur til alls, þá snúast íþróttir um félagsskap, ekki síst í litlu landi eins og okkar. Því finnst mér geysilega mik- ilvægt að þeir einstaklingar sem fengn- ir eru til afrekssviðs félagsins séu heil- steyptir og vel gerðir einstaklingar sem bindast félaginu sterkum böndum. Við viljum að í þeim verði til Valsstrengur og við getum sagt þegar við sjáum viðkom- andi eftir 10 ár: „Þetta er Valsari“. Valsblaðið 2009 39
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.