Valsblaðið - 01.05.2009, Page 94

Valsblaðið - 01.05.2009, Page 94
10 ára afmæli Valsmanna hf. Hluti stjórnar Valsmanna hf. 2009. Frá vinstri: Karl Axelsson, Brynjar Harðarson, Ingólfur Friðjónsson, Theodór Halldórsson og Guðni Bergsson. Þann 1. desember sl. fögnuðu Vals- menn hf. 10 ára starfsafmæli sínu. Félagið er því ungt borið saman við móðurfélag sitt ef svo má nefna Knatt- spyrnufélagið Val, sem bráðlega fagn- ar 100 ára afmæli. Það má því kannski segja að Valsmenn hf. hafi fylgt Val eftir um það bil síðasta áratuginn í aldarlangri og farsælli sögu Knatt- spyrnufélagsins Vals. Á einni öld hefur starfsemi íþróttahreyf- ingarinnar tekið miklum breytingum í takt við almennar breytingar í þjóðfélag- inu. Kröfur til íþróttafélaga hafa stöð- ugt aukist og umfang starfseminnar orð- ið meira og flóknara. Af þessu hefur leitt að fjármálahliðin hefur orðið æ veiga- meiri og stærri þáttur starfseminnar. Fyrr á árum byggðist starfsemi íþróttafélaga nær eingöngu á starfi sjálfboðaliða enda má segja að starf og viðgangur félags eins og Vals hafi verið í réttu hlutfalli við kraftinn í sjálfboðaliðastarfinu. í seinni tíð hafa eins og áður sagði kröfur sam- félagsins á hendur íþróttafélaga stóraukist og þá ekki síst hvað varðar unglinga- og æskulýðsþáttinn, sem verður öflugri og umfangsmeiri með hverju árinu sem líð- ur. Á afrekssviðinu hafa síðan orðið bylt- ingarkenndar breytingar þar sem stöð- ugt eru gerðar auknar kröfur um árangur og þá ekki bara hérlendis heldur einn- ig á alþjóðavísu. Þetta ásamt allri annarri þróun hefur leitt til þess að stór hluti iðk- enda á afrekssviði eru launaðir að meira eða minna leyti. Rekstrarlegar kröfur hafa einnig tekið stórstígum breytingum. Til þess að mæta þessum breytingum hef- ur orðið til yfirbygging á íþróttafélögum sem er mjög kostnaðarsöm. Það var í kjölfar þessara breytinga sem Valsmenn hf. var stofnað í árslok 1999. Þá þegar höfðu bæði KR og Fram stofn- að rekstrarfélög í kringum knattspyrnu- deildir félaganna. Eins og oft áður í sögu Vals voru það eldhugar um starfsemi Vals sem áttu frumkvæðið að stofnun þessa félags. Það var í lok október 1999 sem Grímur Sæmundsen kallaði undirritað- an til fundar og óskaði eftir að ég leiddi stofnun Valsmanna hf. og tæki að mér að leiða fyrstu stjórn félagsins. Félagið átti að verða hlutafélag og helst með nægi- lega mörgum hluthöfum til að geta talist almenningshlutafélag. Markmiðin voru háleit og hugurinn mikill. Knattspyrnu- félagið Valur skyldi ekki vera eftirbát- ur annarra íþróttafélaga í borginni held- ur þvert á móti skyldum við gera þetta betur og með enn kröftugri hætti en aðr- ir höfðu gert. Og undirbúningstíminn var ekki langur, þessu skyldi öllu vera lok- ið fyrir áramót, enda Valur þekktur fyrir sóknarleik og sigurvilja. Á næstu vikum tók við einstaklega skemmtilegur tími þar sem allir lögðust á árarnar við að koma félaginu á lagg- irnar. Stærsta verkefnið var vissulega að safna því mikla hlutafé sem til stóð, ásamt því að fá til liðs við félagið nægi- lega marga hluthafa þannig að það gæti talist almenningshlutafélag. Grundvall- arþátturinn í stofnun félagsins var að það skyldi vera fjárhagslegur bakhjarl Knatt- spymufélagsins Vals. Markmið félagsins skyldi vera að ávaxta hlutafé sitt og sá afrakstur nýttur til að stuðla að vexti og viðgangi Vals. Með ólíkindum hvepsu vel gekk að stofna Valsmenn hf. Þegar horft er til baka og ekki síst núna í því ótrúlega gerningaveðri sem land og þjóð eru að ganga í gegnum má telja hreint með ólíkindum hversu vel gekk að stofna félagið. Að fá fólk sem að lang- stærstum hluta var og er Valsfólk til að taka þátt í stofnun félagsins með því að leggja fram sína eigin fjármuni var langt í frá gefið mál. Starfsemi tengd íþrótta- félögum er og hefur aldrei verið ábata- söm heldur frekar þvert á móti botn- laus hít. En hér sannaðist að allt er hægt ef vilji, kraftur og áræði fara saman. í heildina má segja að allt hafi hjálpast að til að tryggja þann árangur sem náð- ist. Tímasetningin var góð, það var ein- hugur manna úr öllum deildum Vals að standa saman að stofnuninni, það vildu allir vera með, samheldnin var algjör og allir höfðu 100% trú á því að verkefnið myndi takast. Einn af lykilþáttum í hlutafjársöfnun- inni var að fá dygga stuðningsmenn Vals til að gefa stór hlutafjárloforð sem sköp- uðu grundvöll fyrir frekari þátttöku. Nú á tímum kallast slíkt kjölfestufjárfestar en 94 Valsblaðið 2009
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.