Morgunn


Morgunn - 01.12.1931, Page 78

Morgunn - 01.12.1931, Page 78
204 MORÖUNN um það, sem á undan var gengið, fyr en nokkrum dögum seinna. 5. janúar 1931, er eg var nýháttuð, segir Katrín við mig: »Reyndu, elskan mín, að hafa hugann vel við það, sem þú ert að gera á saumastofunni; . þú þarft eins mikið að hugsa um það hennar vegna, eins ög þín, þvi að hana langar svo innilega til að hjálpa þér.« Nokkrurn dögum seinna segir hún: »Þó að þú sért stundum þunglynd, elskan mín, þá skaltu reyna að láta sem minst bera á því hjá kennara þínum; henni þykir það verra; það veit heldur enginn inn í annars hug; þegar þú mögulega getur, þá vertu glaðleg í nærveru hennar.« 12. apríl 1931 lá eg vakandi í rúminu kl. 6'/2 árdegis. Þá hvíslar Katrín að mér: »Nú áttu eftir að lifa 33 ár til.« Miðilsfundur 23. april 1931. (Birt með leyfi E. Kvarans.) Mig hefir lengi langað til að komast að á miðilsfundi, til að vita, hvort miðillinn sæi eða heyrði nokkuð í kring- um mig, og loks komst eg að hjá Einari H. Kvaran á 1. sumardag. Hann hafði þá skygnimiðil, en ekki raddamiðil. Miðillinn var frú Guðrún Guðmundsdóttir. Fundurinn var heima í húsi Kvarans og hann sátu Kvaranshjónin og inni- stúlka þeirra, maður miðilsins og tvær stúlkur auk mín. Fyrst lýsti miðillinn íjórum verum hjá þeirri elztu okkar þriggja gesta. Þá varð ofurlitið hlé og þögn hjá miðlinum. Á meðan kemur pabbi og hvíslar að sjálfri mér: »Nú er Katrín alveg að koma, og svo ætla eg að reyna að kom- ast að á eftir, ef eg mögulega get.« Þetta talaði pabbi svo hratt, að eg hefi vart tungutak til að leika það eftir. Rétt þegar hann sleppir síðasta orðinu, hreyfir miðillinn sig í sætinu og segir: »Það stendur kona við vinstri öxlina á stúlkunni, sem situr næst honum Sveinbirni, manninum minum.« Þar sat eg. »Þessi kona er lág vexti og nokkuð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.